Samstarfi um milljarðauppbyggingu slitið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 18:27 Hlutirnir gengu ekki upp hjá þeim Davíð Torfa forstjóra Íslandshótela og Finni Aðalbjörnssyni eins aðaleigenda Skógarbaðanna. Finnur stefnir þó enn á uppbyggingu hótels á svæðinu. vísir Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og rekstur hótels við Skógarböðin í Eyjafirði sem áætlað var að opna á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing um samstarf var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á um fimm milljarða króna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu, en hvorki eigendur Skógarbaðanna né forstjóri Íslandshótela vildu tjá sig við fréttastofu um ástæður þess að samstarfinu var slitið þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu segir aðeins að „of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar“. Eigendur Skógarbaðanna stefna enn á að reisa þar hótel. Í vor voru aðilar stórhuga um uppbygginguna. Fjögurra stjörnu hótel við hlið baðanna skyldi rísa í Eyjafirði, með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir fjörðinn. Reiknað með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Í tilkynningunni segir að viðræður hafi staðið yfir síðustu mánuði og að Íslandshótel hafi slitið því samstarfi í lok júlí. „Þrátt fyrir góða samvinnu teljum við að of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar og því sé ekki grundvöllur fyrir frekara samstarfi af okkar hálfu,“ er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóri Íslandshótela. „Hlutirnir gengu ekki jafn hratt fyrir sig og vonast var eftir. Byggingarleyfi og annar undirbúningur dróst en við höldum okkar striki og okkar markmið er eftir sem áður að reisa glæsilegt hótel við Skógarböðin,“ er haft eftir Sigríði Maríu Hammer, stjórnarformanni Skógarbaðanna. „Skógarböðin leita nú að nýjum samstarfsaðilum, bæði fjárfestum fyrir fasteign og rekstraraðilum hótels. Íslandshótel munu setja aukinn kraft í önnur spennandi verkefni, þar á meðal byggingu nýs hótels á svokölluðum Sjallareit á Akureyri,“ segir í lok tilkynningar. Teikning fyrir hótelið sem rísa átti.íslandshótel Hótel á Íslandi Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu, en hvorki eigendur Skógarbaðanna né forstjóri Íslandshótela vildu tjá sig við fréttastofu um ástæður þess að samstarfinu var slitið þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu segir aðeins að „of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar“. Eigendur Skógarbaðanna stefna enn á að reisa þar hótel. Í vor voru aðilar stórhuga um uppbygginguna. Fjögurra stjörnu hótel við hlið baðanna skyldi rísa í Eyjafirði, með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir fjörðinn. Reiknað með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Í tilkynningunni segir að viðræður hafi staðið yfir síðustu mánuði og að Íslandshótel hafi slitið því samstarfi í lok júlí. „Þrátt fyrir góða samvinnu teljum við að of mikið beri í milli hvað hugmyndir um framhaldið varðar og því sé ekki grundvöllur fyrir frekara samstarfi af okkar hálfu,“ er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóri Íslandshótela. „Hlutirnir gengu ekki jafn hratt fyrir sig og vonast var eftir. Byggingarleyfi og annar undirbúningur dróst en við höldum okkar striki og okkar markmið er eftir sem áður að reisa glæsilegt hótel við Skógarböðin,“ er haft eftir Sigríði Maríu Hammer, stjórnarformanni Skógarbaðanna. „Skógarböðin leita nú að nýjum samstarfsaðilum, bæði fjárfestum fyrir fasteign og rekstraraðilum hótels. Íslandshótel munu setja aukinn kraft í önnur spennandi verkefni, þar á meðal byggingu nýs hótels á svokölluðum Sjallareit á Akureyri,“ segir í lok tilkynningar. Teikning fyrir hótelið sem rísa átti.íslandshótel
Hótel á Íslandi Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira