Bjöllutromma og krikketkylfa: Erjurnar sem bundu enda á Oasis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 11:12 Liam og Noel Gallagher árið 1995 þegar allt lék, svona næstum því, í lyndi. Dave Hogan/Getty Images Líklega eru frægustu erjur veraldar nú að baki, erjurnar á milli Oasis bræðranna Liam og Noel Gallagher sem hafa nú ákveðið að snúa aftur á sviðið fimmtán árum eftir að bræðurnir héldu hvor í sína áttina. Fáar erjur eru eins skrautlegar þar sem bjöllutrommur, krikketkylfur og óhófleg áfengisdrykkja koma við sögu. Sveitin greindi frá endurkomu sinni í gær og er stefnt á að halda fjórtán tónleika næsta sumar í Bretlandi og í Írlandi. Sveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Það grétu því margir þegar Noel Gallagher tilkynnti árið 2009 að hann væri hættur í Oasis, hann gæti ekki lengur unnið með bróður sínum. Arnar Eggert Thoroddsen fór yfir endurkomu Oasis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ljóst að endurkoman sé risatíðindi. Bjöllutromma á flug Í umfjöllun New York Times og Standard um sveitina er farið yfir tímalínu þess þegar bræðurnir byrjuðu að rífast fyrir alvöru. Þar kemur fram að eftir glæsilega byrjun sveitarinnar hafi farið að sjóða upp úr um miðjan tíunda áratuginn. Árið 1994 hætti Noel í stutta stund í sveitinni í aðdraganda tónleikaferðalags í Norður-Ameríku. Það gerði hann eftir að bróðir hans kastaði bjöllutrommu í hausinn á honum baksviðs í Los Angeles. Noel sagði bróður sinn hafa verið á metamfetamíni. Forsvarsmenn plötuútgáfunnar Creation Records náðu að sætta bræðurna og Noel gekk aftur til liðs við sveitina. Átök, krikketkylfa og upptökur af rifrildum Vorið 1995 dró aftur til tíðinda hjá bræðrunum. Þeir voru við tökur á annarri plötu sinni, (What's the Story) Morning Glory? þegar Liam fékk hóp vina af kránni með sér inn í stúdíó þar sem Noel var að vinna. Noel var ekki sáttur við truflunina og gerði fólkinu að yfirgefa stúdíóið. Kastaðist í kekki á milli bræðranna við þetta og er Noel sagður hafa tekið upp krikketkylfu og lamið Liam í höfuðið. Kylfunni var hent í ruslið að því loknu en síðar bjargað af aðdáanda og seld á uppboði. Síðar þetta ár birtist upptaka af fjórtán mínútna rifrildi bræðranna í fjölmiðlum. Þar má heyra bræðurna rífast um það hvort „bad boy“ ímynd sveitarinnar sé til trafala eða ekki. Liam þótti svo ekki vera en Noel sagði að honum finndist að tónlistin ætti að vera í algleymingi. Rifrildið var gefið út sem lag, „Wibbling Rivalry“ og fór í 52. sæti á vinsældarlistum í Bretlandi. Handalögmál og vesen Ári síðar héldu vandræðin áfram. Árið 1996 var Oasis fengin á svið í einum stærsta tónlistarþætti þess tíma, hjá bandarísku tónlistarstöðinni MTV. Þegar komið var að því að stíga á svið var Liam þó hvergi að finna. Noel sagði bróður sinn hafa sagt að hann ætlaði sér ekki að gera þetta. Það þrátt fyrir að sveitin hafi haft tvær vikur til þess að æfa sig fyrir tökur en í umfjöllun Standard segir að Liam hafi einungis mætt á þrjár æfingar. Á einni þeirra er hann sagður stöðugt hafa bent á háls sinn, líkt og hann gæti ekki sungið. Þegar kom að tökum var Liam mættur út í sal þar sem hann drakk og reykti og gerði lítið úr bróður sínum. Seinna í ágúst 1996 tilkynnti Liam að hann yrði ekki með sveitinni í tónleikaferðalagi hennar í Ameríku. Liam mætti þó þremur dögum eftir að tónleikaferðalagið hófst en sveitin hætti við allt saman innan tveggja vikna eftir að til handalögmála kom á milli bræðranna. Ummæli um dóttur og lok sveitarinnar Sveitin átti að stíga á svið í Barcelona í maí árið 2000. Trommari sveitarinnar Alan White slasaðist á hendi og var því hætt við tónleikana. Þess í stað fóru meðlimir sveitarinnar á fyllerí. Þar varð eitt stærsta rifrildi bræðranna þegar Liam sagðist efast um faðerni dóttur Noel, Anais Gallagher. „Noel var samstundis búinn að hoppa ofan á Liam, þar sem hann kýldi hann,“ segir í umfjöllun fjölmiðla um slagsmálin frá þeim tíma. Noel yfirgaf sveitina á þessum tímapunkti og varð Oasis að koma fram án hans í Evrópuferðalagi sínu. Noel sagði í viðtali árið 2005 að hann hefði aldrei fyrirgefið bróður sínum þetta, enda hefði hann aldrei beðist afsökunar. Það ár, 2005, héldu erfiðleikarnir áfram. Í júní það ár kom sveitin fram á tónlistarhátíðinni Heineken Jammin' Festival á Ítalíu. Gekk Liam út af sviði þegar sveitin var í miðju kafi við að flytja lagið Champagne Supernova. Liam ræddi sambandið við Graham Norton mörgum árum síðar. Þegar þarna var komið við sögu var samband bræðranna afar stirt. Noel sagðist vera hættur að reyna að rífast við bróður sinn. Þess í stað væri hann farinn að beita á hann sálfræði, svo að hann myndi hræðast hann í staðinn. Fjórum árum síðar lagði sveitin upp laupana í ágústmánuði árið 2009. Tilkynnti Noel að hann gæti ekki lengur unnið með bróður sínum en í umfjöllun Standard segir að þetta hafi gerst stuttu eftir heljarinnar rifrildi milli bræðranna á rokkhátíð í París. Þar er Liam sagður hafa hrifsað gítar Noel af honum og mundað hann líkt og exi baksviðs. Noel sagði bróður sinn næstum því hafa tekið af honum andlitið. Í tilkynningu sinni tók Noel af allan vafa um að það hafi verið hátterni bróður hans sem hafi orðið til þess að hann væri hættur með Oasis. „Það er með sorg í hjarta en líka létti sem ég tilkynni ykkur að ég er hættur í Oasis. Fólk mun skrifa það sem það vill um þetta en ég gat einfaldlega ekki unnið með Liam degi lengur.“ Erjurnar hættu ekki eftir slit Þrátt fyrir að sveitin hefði lagt upp laupana árið 2009 þá þýddi það ekki að Gallagher bræður væru hættir að kýta. Liam stefndi Noel árið 2011 vegna meintra meiðyrða í hans garð vegna ummæla sem Noel lét falla eftir að sveitin hætti. Þá sérstaklega ummæla um að Liam hefði eitt sinn misst af tónleikum vegna þess að hann hafi verið þunnur. Liam sagði það ekki rétt, hann hafi misst af tónleikunum vegna barkabólgu. Þá sagði hann Noel einnig hafa logið til um það að hann hefði krafist þess að auglýsa fatalínu sína á Oasis tónleikum. Stefnan var að lokum látin niður falla. Árin eftir 2009 stofnuðu bræðurnir báðir nýjar hljómsveitir. Noel Gallagher sveitina High Flying Birds og Liam sveitina Beady Eye. Skeytasendingar þeirra á milli í fjölmiðlum urðu tíðar næstu árin. Þannig vísaði Liam oft til bróður síns sem „kartöflu“ á opinberum vettvangi. Á meðan sagði Noel að bróðir hans væri dónalegur, hrokafullur, ógnandi og latur. Hann sagði hann reiðasta mann sem hann hefði kynnst, hann væri eins og maður með gaffal í heimi súpu. Liam svaraði þeim ummælum með mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá hann borða súpu með gaffli. Noel sagði við Graham Norton árið 2017 að hann teldi bróður sinn hafa hann á heilanum. Tónlist Bretland Tengdar fréttir Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar. 27. ágúst 2024 07:53 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Sveitin greindi frá endurkomu sinni í gær og er stefnt á að halda fjórtán tónleika næsta sumar í Bretlandi og í Írlandi. Sveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Það grétu því margir þegar Noel Gallagher tilkynnti árið 2009 að hann væri hættur í Oasis, hann gæti ekki lengur unnið með bróður sínum. Arnar Eggert Thoroddsen fór yfir endurkomu Oasis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ljóst að endurkoman sé risatíðindi. Bjöllutromma á flug Í umfjöllun New York Times og Standard um sveitina er farið yfir tímalínu þess þegar bræðurnir byrjuðu að rífast fyrir alvöru. Þar kemur fram að eftir glæsilega byrjun sveitarinnar hafi farið að sjóða upp úr um miðjan tíunda áratuginn. Árið 1994 hætti Noel í stutta stund í sveitinni í aðdraganda tónleikaferðalags í Norður-Ameríku. Það gerði hann eftir að bróðir hans kastaði bjöllutrommu í hausinn á honum baksviðs í Los Angeles. Noel sagði bróður sinn hafa verið á metamfetamíni. Forsvarsmenn plötuútgáfunnar Creation Records náðu að sætta bræðurna og Noel gekk aftur til liðs við sveitina. Átök, krikketkylfa og upptökur af rifrildum Vorið 1995 dró aftur til tíðinda hjá bræðrunum. Þeir voru við tökur á annarri plötu sinni, (What's the Story) Morning Glory? þegar Liam fékk hóp vina af kránni með sér inn í stúdíó þar sem Noel var að vinna. Noel var ekki sáttur við truflunina og gerði fólkinu að yfirgefa stúdíóið. Kastaðist í kekki á milli bræðranna við þetta og er Noel sagður hafa tekið upp krikketkylfu og lamið Liam í höfuðið. Kylfunni var hent í ruslið að því loknu en síðar bjargað af aðdáanda og seld á uppboði. Síðar þetta ár birtist upptaka af fjórtán mínútna rifrildi bræðranna í fjölmiðlum. Þar má heyra bræðurna rífast um það hvort „bad boy“ ímynd sveitarinnar sé til trafala eða ekki. Liam þótti svo ekki vera en Noel sagði að honum finndist að tónlistin ætti að vera í algleymingi. Rifrildið var gefið út sem lag, „Wibbling Rivalry“ og fór í 52. sæti á vinsældarlistum í Bretlandi. Handalögmál og vesen Ári síðar héldu vandræðin áfram. Árið 1996 var Oasis fengin á svið í einum stærsta tónlistarþætti þess tíma, hjá bandarísku tónlistarstöðinni MTV. Þegar komið var að því að stíga á svið var Liam þó hvergi að finna. Noel sagði bróður sinn hafa sagt að hann ætlaði sér ekki að gera þetta. Það þrátt fyrir að sveitin hafi haft tvær vikur til þess að æfa sig fyrir tökur en í umfjöllun Standard segir að Liam hafi einungis mætt á þrjár æfingar. Á einni þeirra er hann sagður stöðugt hafa bent á háls sinn, líkt og hann gæti ekki sungið. Þegar kom að tökum var Liam mættur út í sal þar sem hann drakk og reykti og gerði lítið úr bróður sínum. Seinna í ágúst 1996 tilkynnti Liam að hann yrði ekki með sveitinni í tónleikaferðalagi hennar í Ameríku. Liam mætti þó þremur dögum eftir að tónleikaferðalagið hófst en sveitin hætti við allt saman innan tveggja vikna eftir að til handalögmála kom á milli bræðranna. Ummæli um dóttur og lok sveitarinnar Sveitin átti að stíga á svið í Barcelona í maí árið 2000. Trommari sveitarinnar Alan White slasaðist á hendi og var því hætt við tónleikana. Þess í stað fóru meðlimir sveitarinnar á fyllerí. Þar varð eitt stærsta rifrildi bræðranna þegar Liam sagðist efast um faðerni dóttur Noel, Anais Gallagher. „Noel var samstundis búinn að hoppa ofan á Liam, þar sem hann kýldi hann,“ segir í umfjöllun fjölmiðla um slagsmálin frá þeim tíma. Noel yfirgaf sveitina á þessum tímapunkti og varð Oasis að koma fram án hans í Evrópuferðalagi sínu. Noel sagði í viðtali árið 2005 að hann hefði aldrei fyrirgefið bróður sínum þetta, enda hefði hann aldrei beðist afsökunar. Það ár, 2005, héldu erfiðleikarnir áfram. Í júní það ár kom sveitin fram á tónlistarhátíðinni Heineken Jammin' Festival á Ítalíu. Gekk Liam út af sviði þegar sveitin var í miðju kafi við að flytja lagið Champagne Supernova. Liam ræddi sambandið við Graham Norton mörgum árum síðar. Þegar þarna var komið við sögu var samband bræðranna afar stirt. Noel sagðist vera hættur að reyna að rífast við bróður sinn. Þess í stað væri hann farinn að beita á hann sálfræði, svo að hann myndi hræðast hann í staðinn. Fjórum árum síðar lagði sveitin upp laupana í ágústmánuði árið 2009. Tilkynnti Noel að hann gæti ekki lengur unnið með bróður sínum en í umfjöllun Standard segir að þetta hafi gerst stuttu eftir heljarinnar rifrildi milli bræðranna á rokkhátíð í París. Þar er Liam sagður hafa hrifsað gítar Noel af honum og mundað hann líkt og exi baksviðs. Noel sagði bróður sinn næstum því hafa tekið af honum andlitið. Í tilkynningu sinni tók Noel af allan vafa um að það hafi verið hátterni bróður hans sem hafi orðið til þess að hann væri hættur með Oasis. „Það er með sorg í hjarta en líka létti sem ég tilkynni ykkur að ég er hættur í Oasis. Fólk mun skrifa það sem það vill um þetta en ég gat einfaldlega ekki unnið með Liam degi lengur.“ Erjurnar hættu ekki eftir slit Þrátt fyrir að sveitin hefði lagt upp laupana árið 2009 þá þýddi það ekki að Gallagher bræður væru hættir að kýta. Liam stefndi Noel árið 2011 vegna meintra meiðyrða í hans garð vegna ummæla sem Noel lét falla eftir að sveitin hætti. Þá sérstaklega ummæla um að Liam hefði eitt sinn misst af tónleikum vegna þess að hann hafi verið þunnur. Liam sagði það ekki rétt, hann hafi misst af tónleikunum vegna barkabólgu. Þá sagði hann Noel einnig hafa logið til um það að hann hefði krafist þess að auglýsa fatalínu sína á Oasis tónleikum. Stefnan var að lokum látin niður falla. Árin eftir 2009 stofnuðu bræðurnir báðir nýjar hljómsveitir. Noel Gallagher sveitina High Flying Birds og Liam sveitina Beady Eye. Skeytasendingar þeirra á milli í fjölmiðlum urðu tíðar næstu árin. Þannig vísaði Liam oft til bróður síns sem „kartöflu“ á opinberum vettvangi. Á meðan sagði Noel að bróðir hans væri dónalegur, hrokafullur, ógnandi og latur. Hann sagði hann reiðasta mann sem hann hefði kynnst, hann væri eins og maður með gaffal í heimi súpu. Liam svaraði þeim ummælum með mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá hann borða súpu með gaffli. Noel sagði við Graham Norton árið 2017 að hann teldi bróður sinn hafa hann á heilanum.
Tónlist Bretland Tengdar fréttir Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar. 27. ágúst 2024 07:53 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar. 27. ágúst 2024 07:53