Lárus baunar á Hareide: Erfitt að lesa í skilaboðin úr norska garðskálanum Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 22:30 Lárus Orri Sigurðsson er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í útsendingum frá leikjum íslenska landsliðsins, og því með það hlutverk að vega og meta störf Åge Hareide. Samsett/Getty/Stöð 2 Sport Ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, varðandi Aron Einar Gunnarsson, hittu ekki beinlínis í mark í Þorpinu á Akureyri. Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51