Enski boltinn

Sjáðu stuðnings­menn Man. Utd og Liver­pool rífast fyrir stór­leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool og Manchester United ræddu félögin sín og voru langt frá því að vera sammála.
Stuðningsmenn Liverpool og Manchester United ræddu félögin sín og voru langt frá því að vera sammála. YouTube

Manchester United og Liverpool mætast í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta er einn af stærstu leikjum enska boltans á hverju tímabili.

Þetta eru tvö sigursælustu enska fótboltans og stuðningsmenn liðanna þola vanalega ekki stuðningsmenn hins liðsins.

Gott dæmi um það er þegar stuðningsmaður Manchester United og stuðningsmaður Liverpool hittust og fóru yfir málin. SPORTbible fékk þá til að fara yfir mikilvægu málin þegar kemur að þessum tveimur fornfrægu félögum. Þetta var í Youtube þættinum Agree To Disagree.

Þar má sjá þá svara nokkrum spurningum um liðin og þeir hafa svo sannarlega mismunandi skoðanir á því hvað tekur við hjá United og Liverpool.

United átti mun verra tímabil í fyrra þegar kemur að deildinni en vann aftur á móti stærri titil. Manchester United varð enskur bikarmeistari en Liverpool vann enska deildabikarinn. Í deildinni tók Liverpool þriðja sætið en United endaði í því áttunda.

Það er tilvalið að hita upp fyrir leik dagsins með því að sjá umrædda stuðningsmenn reyna að svar nokkrum spurningum þar á meðal þeim hér fyrir neðan.

Er Liverpool búið að vera án Jürgen Klopp?

Er Kobbie Mainoo betri en allir ungu leikmennirnir hjá Liverpool?

Hvor skorar fleiri mörk í vetur, Darwin Nunez eða Joshua Zirkzee?

Hvort endar United eða Liverpool ofar í töflunni í vor?

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en þetta er hluti af Yotube þáttaröðinni Agree To Disagree. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 15.00 og verður fylgst með gangi mála hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×