Gagnrýndi mótafyrirkomulagið en vann síðan 3,5 milljarða Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 22:46 Scheffler fagnar með FedEx-bikarinn á lofti. Vísir/Getty Scottie Scheffler fór með sigur af hólmi á lokamóti PGA-mótaraðarinnar en mótinu lauk nú í kvöld. Á þessu lokamóti mótaraðarinnar, sem kallast FedEx-mótið, er spilað um gríðarlega háar peningaupphæðir. Áður fór þessi upphæð til sigurvegara mótaraðarinnar en í ár var fyrirkomulagið þannig að Scheffler, sem var langefstur fyrir mótið, fékk tveggja högga forskot á aðra keppendur. Þetta var Scheffler ekki sáttur með og gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega í vikunni og vildi meina að góður árangur yfir allt tímabilið ætti að telja meira. Scottie Scheffler is the 2024 #FedExCup champion! 🏆His win @TOURChamp is his SEVENTH this year, the most in a season since 2007. pic.twitter.com/UiZyzrkBrt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 1, 2024 Þetta virðist þó ekki hafa haft áhrif á Scheffler. Hann sannaði yfirburði sína á þessu ári og vann nokkuð öruggan sigur á lokamótinu í Atlanta. Hann lauk keppni á 30 höggum undir pari en Collin Morikawa varð í 2. sæti á 26 höggum undir pari. Scheffler virtist ætla að gera mótið spennandi eftir að hafa klikkað illilega á 8. braut og þá skildu bara tvö högg hann og Morikawa að. Scheffler svaraði hins vegar eins og meistarar gera, náði þremur fuglum í röð og svo náði hann erni á fjórtándu braut. Eftir það var aldrei spurning hver yrði sigurvegari og Scheffler var vitaskuld ánægður eftir mótið. Scottie Scheffler earned $62,228,357 in total PGA Tour money this year.That's ...• $3.3M per tournament• $830K per round• $12K per shot• $3K per minute on the course* Insane, insane stuff.*assuming 4.5 hour rounds— Kyle Porter (@KylePorterCBS) September 1, 2024 „Það var auðvitað ekki gott að klúðra þessu höggi en ég átti síðan gott upphafshögg á 9. braut og náði fugli. Síðan rúllaði þetta bara áfram,“ sagði Scheffler eftir leik. Eins og áður segir eru gríðarlega háar peningaupphæðir í boði fyrir sigurvegara mótaraðarinnar. Scheffler fær hvorki meira né minna en tæplega 3,5 milljarða króna í vasann. „Ég er stoltur af vinnunni hjá mér og mínu liði. Það er erfitt að lýsa því hvernig þetta ár hefur verið, það hefur klárlega verið tilfinningaríkt og viðburðaríkt utan vallar,“ en Schefler varð faðir fyrr á árinu. Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Á þessu lokamóti mótaraðarinnar, sem kallast FedEx-mótið, er spilað um gríðarlega háar peningaupphæðir. Áður fór þessi upphæð til sigurvegara mótaraðarinnar en í ár var fyrirkomulagið þannig að Scheffler, sem var langefstur fyrir mótið, fékk tveggja högga forskot á aðra keppendur. Þetta var Scheffler ekki sáttur með og gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega í vikunni og vildi meina að góður árangur yfir allt tímabilið ætti að telja meira. Scottie Scheffler is the 2024 #FedExCup champion! 🏆His win @TOURChamp is his SEVENTH this year, the most in a season since 2007. pic.twitter.com/UiZyzrkBrt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 1, 2024 Þetta virðist þó ekki hafa haft áhrif á Scheffler. Hann sannaði yfirburði sína á þessu ári og vann nokkuð öruggan sigur á lokamótinu í Atlanta. Hann lauk keppni á 30 höggum undir pari en Collin Morikawa varð í 2. sæti á 26 höggum undir pari. Scheffler virtist ætla að gera mótið spennandi eftir að hafa klikkað illilega á 8. braut og þá skildu bara tvö högg hann og Morikawa að. Scheffler svaraði hins vegar eins og meistarar gera, náði þremur fuglum í röð og svo náði hann erni á fjórtándu braut. Eftir það var aldrei spurning hver yrði sigurvegari og Scheffler var vitaskuld ánægður eftir mótið. Scottie Scheffler earned $62,228,357 in total PGA Tour money this year.That's ...• $3.3M per tournament• $830K per round• $12K per shot• $3K per minute on the course* Insane, insane stuff.*assuming 4.5 hour rounds— Kyle Porter (@KylePorterCBS) September 1, 2024 „Það var auðvitað ekki gott að klúðra þessu höggi en ég átti síðan gott upphafshögg á 9. braut og náði fugli. Síðan rúllaði þetta bara áfram,“ sagði Scheffler eftir leik. Eins og áður segir eru gríðarlega háar peningaupphæðir í boði fyrir sigurvegara mótaraðarinnar. Scheffler fær hvorki meira né minna en tæplega 3,5 milljarða króna í vasann. „Ég er stoltur af vinnunni hjá mér og mínu liði. Það er erfitt að lýsa því hvernig þetta ár hefur verið, það hefur klárlega verið tilfinningaríkt og viðburðaríkt utan vallar,“ en Schefler varð faðir fyrr á árinu.
Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira