Greint var frá þessu í Lögbirtingablaðinu.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð um gjaldþrotaskiptin 18. júlí 2024 og var Gizur Bergsteinsson skipaður skiptastjóri í búinu sama dag. Frestdagur við gjaldþrotaskiptin var 13. júní 2024 og er skiptafundur tímasettur föstudaginn 11. október 2024 að Lágmúla 7.
Skorað er á þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra í búinu innan tveggja mánaða frá fyrri birtingu innköllunar þessarar, 23. júlí 2024.
Rottuskítur, myglandi matvæli og vísir að svefnaðstöðu
Vy-þrif komst fyrst í fréttirnar í október síðastliðnum vegna matvælalagers fyrirtækisins í Sóltúni. Heilbrigðiseftirlitið hafði heimsótt lagerinn og kom í ljós að hreinlætis var verulega ábótavant og rottuskítur í gríðarlega miklu magni.
Farga þurfti um tuttugu tonnum af matvælum og endaði málið á borði lögreglu vegna ýmissa vísbendinga um að fólk hefði sofið á lagernum. Nokkrum mánuðum síðar átti Quang Le eftir að koma meira við sögu í fjölmiðlum vegna mansalsmála í tengslum við Wok on.