„Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2024 21:11 Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur gegn Svartfellingum í kvöld. „Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira