Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2024 22:32 Mendes hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötuna Brasileiro árið 1992. EPA Brasilíski tónlistarmaðurinn Sergio Mendes, sem hjálpaði til við alþjóðavæðingu bossa nova tónlistar á sjöunda áratugnum með hljómsveitinni Brasil '66, er látinn. Mendes var 83 ára gamall. Í dánartilkynningu frá fjölskyldu Mendes segir að hann hafi látist vegna fylgikvilla sem stöfuðu af langvarandi áhrifum Covid. Í æviágripi á vef Guardian segir að Mendes hafi skrifað undir plötusamning með útigáfurisanum Capitol Records árið 1964 með hljómsveitinni Brasil '65. Hljómsveitin gaf út tvær plötur sem hlutu dræmar undirtektir almennings. Þá var tekin ákvörðun um að framvegis yrði sungið á ensku, en ekki portúgölsku eins og áður og í leiðinni skyldi nafni hljómsveitarinnar breytt í Brasil '66. Lagið Mas Que Nada skaut hljómsveitinni upp á stjörnuhimininn, sem er þó einnig á portúgölsku. Mendes og Brasil '66 tóku lagið upp á nýjan leik með stórhljómsveitinni Black Eyed Peas. Tóndæmi má nálgast hér að neðan. Önnur lög Mendes sem nutu vinsælda, ýmist með eða án Brasil '66, eru The Look of Love og ábreiða á laginu Never Gonna Let You Go með Barry Mann og Cynthiu Weil. Mendes átti endurkomu inn í bransann árið 2006 með útgáfu plötunnar Timeless, sem Black Eyed Peas og will.i.am. framleiddu. Tónlist Brasilía Andlát Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í dánartilkynningu frá fjölskyldu Mendes segir að hann hafi látist vegna fylgikvilla sem stöfuðu af langvarandi áhrifum Covid. Í æviágripi á vef Guardian segir að Mendes hafi skrifað undir plötusamning með útigáfurisanum Capitol Records árið 1964 með hljómsveitinni Brasil '65. Hljómsveitin gaf út tvær plötur sem hlutu dræmar undirtektir almennings. Þá var tekin ákvörðun um að framvegis yrði sungið á ensku, en ekki portúgölsku eins og áður og í leiðinni skyldi nafni hljómsveitarinnar breytt í Brasil '66. Lagið Mas Que Nada skaut hljómsveitinni upp á stjörnuhimininn, sem er þó einnig á portúgölsku. Mendes og Brasil '66 tóku lagið upp á nýjan leik með stórhljómsveitinni Black Eyed Peas. Tóndæmi má nálgast hér að neðan. Önnur lög Mendes sem nutu vinsælda, ýmist með eða án Brasil '66, eru The Look of Love og ábreiða á laginu Never Gonna Let You Go með Barry Mann og Cynthiu Weil. Mendes átti endurkomu inn í bransann árið 2006 með útgáfu plötunnar Timeless, sem Black Eyed Peas og will.i.am. framleiddu.
Tónlist Brasilía Andlát Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira