Afsakar sig með því að segja Frakka vera í tilraunamennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 13:30 Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, svarar spurningum á blaðamannafundi. Getty/ Franco Arland Hvað er að gerast hjá Frökkum? Það er ekkert skrýtið að sumir spyrji eftir stórt tap í París fyrir helgi. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki áhyggjur og segist vera að prófa sig áfram með nýja leikmenn. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segist stýra franska landsliðinu öðruvísi í þessum Þjóðadeildarleikjum en ef að um leiki í undankeppni HM væri að ræða. Frakkar steinlágu 3-1 á móti Ítalíu á heimavelli á föstudaginn og mæta Belgum í kvöld. Deschamps var búinn að ákveða það að nota þessa leiki í tilraunamennsku og að hann muni ekki breyta því þrátt fyrir skellinn. „Við verðum að nota þessa sex leiki í Þjóðdeildinni í að skoða nýja leikmenn og skipta spilatímanum á milli leikmanna,“ sagði Didier Deschamps á blaðamannafundi. ESPN segir frá. „Ef að við værum að spila í undankeppni HM þá hefði ég ekki farið þessa leið. Það er á hreinu. Ég valdi þessa leið af því að ég tel að við þurfum að komast í gegnum þetta ferli og ég ætla ekki að breyta um skoðun núna,“ sagði Deschamps. Deschamps vonast eftir því að lið hans bregðist við tapinu á móti Ítölum á réttan hátt. Þeir komust yfir á móti Ítalíu eftir aðeins tuttugu sekúndur en fengu síðan á sig þrjú mörk. „Ég get ekki verið ánægður með leikinn á móti Ítalíu ekki frekar en leikmennirnir sjálfir. Á morgun [í kvöld] er annar leikur, aðrar kringumstæður og annars konar lið með sömu skyldur,“ sagði Deschamps. „Ég hef valið það að gefa sem flestum mínútur. Þrátt fyrir það þá er alltaf pressa á mönnum að spila vel,“ sagði Deschamps. Leikur Frakka og Belga er sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.35. Franski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segist stýra franska landsliðinu öðruvísi í þessum Þjóðadeildarleikjum en ef að um leiki í undankeppni HM væri að ræða. Frakkar steinlágu 3-1 á móti Ítalíu á heimavelli á föstudaginn og mæta Belgum í kvöld. Deschamps var búinn að ákveða það að nota þessa leiki í tilraunamennsku og að hann muni ekki breyta því þrátt fyrir skellinn. „Við verðum að nota þessa sex leiki í Þjóðdeildinni í að skoða nýja leikmenn og skipta spilatímanum á milli leikmanna,“ sagði Didier Deschamps á blaðamannafundi. ESPN segir frá. „Ef að við værum að spila í undankeppni HM þá hefði ég ekki farið þessa leið. Það er á hreinu. Ég valdi þessa leið af því að ég tel að við þurfum að komast í gegnum þetta ferli og ég ætla ekki að breyta um skoðun núna,“ sagði Deschamps. Deschamps vonast eftir því að lið hans bregðist við tapinu á móti Ítölum á réttan hátt. Þeir komust yfir á móti Ítalíu eftir aðeins tuttugu sekúndur en fengu síðan á sig þrjú mörk. „Ég get ekki verið ánægður með leikinn á móti Ítalíu ekki frekar en leikmennirnir sjálfir. Á morgun [í kvöld] er annar leikur, aðrar kringumstæður og annars konar lið með sömu skyldur,“ sagði Deschamps. „Ég hef valið það að gefa sem flestum mínútur. Þrátt fyrir það þá er alltaf pressa á mönnum að spila vel,“ sagði Deschamps. Leikur Frakka og Belga er sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.35.
Franski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira