Selur íbúð með palli en engum berjarunna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2024 14:45 Guðmundur og fjölskyldan hafa notið lífsins í íbúðinni í Vogahverfi þrátt fyrir að þar sé engan berjarunna að finna. Vísir Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill hefur sett frægasta pall landsins í Vogahverfi í Reykjavík á sölu. Pallurinn komst í fréttir fyrir þremur árum síðan þegar borgaryfirvöld fóru fram á að þar yrði grasblettur og berjarunni. „Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
„Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira