Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. september 2024 13:30 Árni Stefán er hæstánægður með endurbæturnar á húsinu og býður að eigin sögn sanngjarnt verð fyrir friðað hús í hjarta Hafnarfjarðar. Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda. „Það er búið að taka húsnæðið alveg í gegn að innan og það er tilbúið fyrir nýja aðila til þess að innrétta það hlýlega,“ segir Árni Stefán Árnason eigandi húsnæðisins að Austurvegi 10. Hann hafði áður sent fréttastofu erindi þess efnis að „Hafnarfjarðarhreysið“ sem gerð hefðu verið „söguleg“ en „ósanngjörn“ skil á Vísi væri komið á sölu. Íbúi í húsinu öryrkinn Sigurbjörg Hlöðversdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars að hún óttaðist um líf sitt í húsinu. Þar mátti víða sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag mátti finna á ýmsum stöðum í húsinu og þá vantaði hluta af gólfinu í svefnherbergi. Tvennum sögum fór af því hvort Árni hefði lofað betrumbótum eða ekki en íbúinn hélt því fram. Árni sagði sjálfur að húsnæðið hefði aldrei verið auglýst til langtímaleigu, heldur til skamms tíma til Grindvíkinga og sagði hann Sigurbjörgu hafa sett á svið leikrit í húsnæðinu. „Það sem gerist í kjölfarið er að heilbrigðiseftirlitið gaf henni afarkosti um að fara, vegna þess að húsnæðið var réttilega ekki tilbúið til leigu og ég gerði þá kröfu eiginlega bara sjálfur,“ segir Árni. Hann segir endurbótum á húsnæðinu nú lokið. Mikið minjagildi Fasteignamat hússins er 55 milljónir en uppsett verð er 45 milljónir króna. Árni segir húsið hafa verið byggt árið 1913 og því sé það friðað, enda á stórmerkilegum stað í Hafnarfirði. Hann á von á ljósmyndara frá fasteignasölu í dag og segir húsið verða komið á fasteignavefi landsins innan skamms. „Það er með nýja þakklæðningu og síðan verður það klætt að utan og hefur fengist styrkur í það frá Hafnarfjarðarbæ enda hefur húsið mikið minjagildi og á sinn þátt í að viðhalda þessum fallega svip á Austurgötu.“ Árni nefnir sem dæmi að í einungis tvö hundruð metra fjarlægð hafi sambærilegt hús selst á áttatíu milljónir. „Þannig ég er að bjóða rosalega sanngjarnt og fallegt verð.“ Hér að neðan ber að líta myndir úr húsinu úr safni Árna sem teknar eru eftir endurbætur. Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Hús og heimili Fasteignamarkaður Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13. mars 2024 07:01 Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51 Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. 18. mars 2024 10:35 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
„Það er búið að taka húsnæðið alveg í gegn að innan og það er tilbúið fyrir nýja aðila til þess að innrétta það hlýlega,“ segir Árni Stefán Árnason eigandi húsnæðisins að Austurvegi 10. Hann hafði áður sent fréttastofu erindi þess efnis að „Hafnarfjarðarhreysið“ sem gerð hefðu verið „söguleg“ en „ósanngjörn“ skil á Vísi væri komið á sölu. Íbúi í húsinu öryrkinn Sigurbjörg Hlöðversdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars að hún óttaðist um líf sitt í húsinu. Þar mátti víða sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag mátti finna á ýmsum stöðum í húsinu og þá vantaði hluta af gólfinu í svefnherbergi. Tvennum sögum fór af því hvort Árni hefði lofað betrumbótum eða ekki en íbúinn hélt því fram. Árni sagði sjálfur að húsnæðið hefði aldrei verið auglýst til langtímaleigu, heldur til skamms tíma til Grindvíkinga og sagði hann Sigurbjörgu hafa sett á svið leikrit í húsnæðinu. „Það sem gerist í kjölfarið er að heilbrigðiseftirlitið gaf henni afarkosti um að fara, vegna þess að húsnæðið var réttilega ekki tilbúið til leigu og ég gerði þá kröfu eiginlega bara sjálfur,“ segir Árni. Hann segir endurbótum á húsnæðinu nú lokið. Mikið minjagildi Fasteignamat hússins er 55 milljónir en uppsett verð er 45 milljónir króna. Árni segir húsið hafa verið byggt árið 1913 og því sé það friðað, enda á stórmerkilegum stað í Hafnarfirði. Hann á von á ljósmyndara frá fasteignasölu í dag og segir húsið verða komið á fasteignavefi landsins innan skamms. „Það er með nýja þakklæðningu og síðan verður það klætt að utan og hefur fengist styrkur í það frá Hafnarfjarðarbæ enda hefur húsið mikið minjagildi og á sinn þátt í að viðhalda þessum fallega svip á Austurgötu.“ Árni nefnir sem dæmi að í einungis tvö hundruð metra fjarlægð hafi sambærilegt hús selst á áttatíu milljónir. „Þannig ég er að bjóða rosalega sanngjarnt og fallegt verð.“ Hér að neðan ber að líta myndir úr húsinu úr safni Árna sem teknar eru eftir endurbætur. Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán
Hús og heimili Fasteignamarkaður Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13. mars 2024 07:01 Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51 Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. 18. mars 2024 10:35 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13. mars 2024 07:01
Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51
Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. 18. mars 2024 10:35