„Hefur þú heyrt söguna af því þegar þú komst í heiminn?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2024 07:02 Gréta María og Ísak safna nú fyrir útgáfu bókar þar sem teknar hafa verið saman fæðingarsögur feðra. Ísaki Hilmarssyni og Grétu Maríu Birgisdóttur hefur tekist að safna saman sextíu fæðingarsögum feðra. Nú stendur til að gefa sögurnar saman í bók og hafa þau Ísak og Gréta hafið söfnun til að fjármagna bókina á Karolina Fund. „Hugmyndin að verkefninu kviknaði á feðradaginn í nóvember 2019. Síðan þá hefur tíminn liðið hratt, þá áttum við eitt barn en nú eigum við þrjú. Þannig það hefur verið nóg að gera hjá okkur og verkefnið stundum setið á hakanum en aldrei verið langt undan,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Hann hefur gefið fréttastofu góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar sögur úr væntanlegri bók. Hjónin ræddu hugmyndina meðal annars í Íslandi í dag á sínum tíma. Ísak segir það hafa gert mikið en fyrst og fremst segir hann vera um vitundarvakningu að ræða og heimildarskráningu um upplifun feðra af fæðingum barna sinna. Þau hjónin stefna á að safna 450 þúsund krónum á Karolina Fund til þess að geta gefið bókina út. „Ég hélt að ég myndi brjóta dóttur mína þegar ég hélt fyrst á henni og lengi á eftir. Fagfólk sem skoðaði hana vissi hins vegar uppá hár hvernig meðhöndla ætti börn og fleygði henni nánast upp í loft eins og ítalskir pítsugerðarmenn. Það var því ólýsanleg tilfinning að setja á hana fyrstu bleyjuna án þess að ökklabrjóta hana. Að fá að verja fyrstu augnablikum hennar með henni eftir að hún hafði verið nánast 42 vikur í móðurkviði. Ég gat verið gagnlegur strax í byrjun, það sló á margar efasemdaraddir í höfðinu mjög snemma.“ Sögur af öllum toga „Þetta eru sextíu fjölbreyttar sögur. Auðvitað kannski sumar keimlíkar en samt alls ekki. Þetta er persónuleg upplifun hvers og eins, að eignast barn. Sögurnar eru skemmtilegar, sorglegar og allt þar á milli. Stundum hlær maður og grætur í sömu sögu.“ Ísak segir tilganginn ekki hafa verið að safna skemmtisögum af fæðingum, heldur séu þær eins fjölbreyttar og þær séu margar. „Auðvitað sem betur fer, eins og í lífinu, enda flestar fæðingar vel og það er eins í bókinni. En það átti að vera pláss fyrir allt stafrófið, þannig sögurnar eru mjög fjölbreyttar.“ „Ein vaktaskiptin slógu okkur sérstaklega út af laginu. Við höfðum tengst einni ljósmóðurinni sterkum böndum eins og vill vera, síðan varð klukkan 15:00, hún gaf rapport og ný ljósmóðir tók við. Mér leið eins og við værum þorskar á færibandi, hvernig mátti það vera að konan færi bara heim? Stimplaði sig út? Vissi hún ekki að af öllum einstöku fæðingum Homo Sapiens Sapiens síðustu 200.000 ár þá var okkar fæðing bara aðeins einstakari?!“ Hann segist vona að fólk geti speglað sig í sumum sögunum. Þær innihaldi reynslu sem geti klárlega reynst öðrum. „Það eru til dæmis nokkrar sögur frá feðrum sem hafa eignast barn með bráðakeisara. Það er eitthvað sem ekki allir, eðlilega, hafa gert áður,“ útskýrir Ísak. „Síðan er ein sagan frá föður sem upplifði fæðingarþunglyndi. Við erum ótrúlega þakklát honum fyrir að opna sig um þá reynslu. Við vitum að það eru fleiri þarna úti, sem bera jafnvel harm sinn í hljóði og geta þá speglað sig í hans sögu og áttað sig á því að það eru fleiri í sömu sporum. Þarna er allt litrófið.“ „Aldrei á ævinni hafði ég séð jafn fallega mannveru, þrátt fyrir að hausinn væri enn frekar kraminn. Við fengum hana í hendurnar og lágum þarna yfir okkur ástfangin og varla að trúa því að við hefðum búið til þetta barn. Með því fyrsta sem ég gerði var að spila í símanum Paradise city með Guns and Roses af því að ég var staðráðinn í því að það yrði fyrsta lagið sem hún myndi heyra.“ Eignaðist þríbura á níunda áratugnum Sögurnar eru nafnlausar og flestar sendar inn. Þó eru sumar úr viðtölum sem Ísak tók við feðurna. Hann nefnir sérstaklega einn föður sem eignaðist þríbura á níunda áratugnum. „Þetta er fullorðinn maður sem ég frétti af. Hann var klár í að taka þátt en vildi ekki skrifa söguna sjálfur. Svo ég kíkti bara til hans og fékk að heyra líka þessa geggjuðu sögu,“ segir Ísak. Hann segir að þeim Guðlaugu hafi þótt mikilvægt að sögurnar stæðu einar og því hafi þær verið nafnlausar. „Ég hélt þarna að ég mundi fylgja á eftir þar sem ég fékk að vera viðstaddur þegar drengurinn okkar var tekinn með keisara, en var tilkynnt að ég yrði að bíða í herberginu og ég yrði látinn vita um leið og eitthvað myndi gerast. Þarna sat ég einn eftir að konan mín var drifin í burtu af átta starfsmönnum spítalans og hjartað í barninu sló of rólega. Aleinn með öllum mínum hugsunum og mér leið sko ekki vel. Ég titraði og ég táraðist yfir því sem gæti gerst. Ég meira að segja bað til guðs svona til að gera allt sem ég gæti gert til að bæta ástandið.“ „Við vildum ekki að þetta snerist um fólk. Við hverja sögu fylgir fæðingarár föðurs, hvenær hann er fæddur, hvenær barnið er fætt og staðsetning fæðingu. Þetta er ekki bók sem við hugsum bara fyrir unga feður heldur, heldur öll þau sem hafa áhuga. Ég pældi til dæmis ekkert í því hvort pabbi minn hefði verið viðstaddur þegar ég fæddist. Hefur þú heyrt söguna af því þegar þú komst í heiminn? Það hafa nefnilega ekki allir gert það!“ Ísak ræddi útgáfuna einnig í Bítinu á Bylgjunni í lok ágúst. Vefur söfnunarinnar á Karolina Fund má opna hér. Börn og uppeldi Bókaútgáfa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
„Hugmyndin að verkefninu kviknaði á feðradaginn í nóvember 2019. Síðan þá hefur tíminn liðið hratt, þá áttum við eitt barn en nú eigum við þrjú. Þannig það hefur verið nóg að gera hjá okkur og verkefnið stundum setið á hakanum en aldrei verið langt undan,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Hann hefur gefið fréttastofu góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar sögur úr væntanlegri bók. Hjónin ræddu hugmyndina meðal annars í Íslandi í dag á sínum tíma. Ísak segir það hafa gert mikið en fyrst og fremst segir hann vera um vitundarvakningu að ræða og heimildarskráningu um upplifun feðra af fæðingum barna sinna. Þau hjónin stefna á að safna 450 þúsund krónum á Karolina Fund til þess að geta gefið bókina út. „Ég hélt að ég myndi brjóta dóttur mína þegar ég hélt fyrst á henni og lengi á eftir. Fagfólk sem skoðaði hana vissi hins vegar uppá hár hvernig meðhöndla ætti börn og fleygði henni nánast upp í loft eins og ítalskir pítsugerðarmenn. Það var því ólýsanleg tilfinning að setja á hana fyrstu bleyjuna án þess að ökklabrjóta hana. Að fá að verja fyrstu augnablikum hennar með henni eftir að hún hafði verið nánast 42 vikur í móðurkviði. Ég gat verið gagnlegur strax í byrjun, það sló á margar efasemdaraddir í höfðinu mjög snemma.“ Sögur af öllum toga „Þetta eru sextíu fjölbreyttar sögur. Auðvitað kannski sumar keimlíkar en samt alls ekki. Þetta er persónuleg upplifun hvers og eins, að eignast barn. Sögurnar eru skemmtilegar, sorglegar og allt þar á milli. Stundum hlær maður og grætur í sömu sögu.“ Ísak segir tilganginn ekki hafa verið að safna skemmtisögum af fæðingum, heldur séu þær eins fjölbreyttar og þær séu margar. „Auðvitað sem betur fer, eins og í lífinu, enda flestar fæðingar vel og það er eins í bókinni. En það átti að vera pláss fyrir allt stafrófið, þannig sögurnar eru mjög fjölbreyttar.“ „Ein vaktaskiptin slógu okkur sérstaklega út af laginu. Við höfðum tengst einni ljósmóðurinni sterkum böndum eins og vill vera, síðan varð klukkan 15:00, hún gaf rapport og ný ljósmóðir tók við. Mér leið eins og við værum þorskar á færibandi, hvernig mátti það vera að konan færi bara heim? Stimplaði sig út? Vissi hún ekki að af öllum einstöku fæðingum Homo Sapiens Sapiens síðustu 200.000 ár þá var okkar fæðing bara aðeins einstakari?!“ Hann segist vona að fólk geti speglað sig í sumum sögunum. Þær innihaldi reynslu sem geti klárlega reynst öðrum. „Það eru til dæmis nokkrar sögur frá feðrum sem hafa eignast barn með bráðakeisara. Það er eitthvað sem ekki allir, eðlilega, hafa gert áður,“ útskýrir Ísak. „Síðan er ein sagan frá föður sem upplifði fæðingarþunglyndi. Við erum ótrúlega þakklát honum fyrir að opna sig um þá reynslu. Við vitum að það eru fleiri þarna úti, sem bera jafnvel harm sinn í hljóði og geta þá speglað sig í hans sögu og áttað sig á því að það eru fleiri í sömu sporum. Þarna er allt litrófið.“ „Aldrei á ævinni hafði ég séð jafn fallega mannveru, þrátt fyrir að hausinn væri enn frekar kraminn. Við fengum hana í hendurnar og lágum þarna yfir okkur ástfangin og varla að trúa því að við hefðum búið til þetta barn. Með því fyrsta sem ég gerði var að spila í símanum Paradise city með Guns and Roses af því að ég var staðráðinn í því að það yrði fyrsta lagið sem hún myndi heyra.“ Eignaðist þríbura á níunda áratugnum Sögurnar eru nafnlausar og flestar sendar inn. Þó eru sumar úr viðtölum sem Ísak tók við feðurna. Hann nefnir sérstaklega einn föður sem eignaðist þríbura á níunda áratugnum. „Þetta er fullorðinn maður sem ég frétti af. Hann var klár í að taka þátt en vildi ekki skrifa söguna sjálfur. Svo ég kíkti bara til hans og fékk að heyra líka þessa geggjuðu sögu,“ segir Ísak. Hann segir að þeim Guðlaugu hafi þótt mikilvægt að sögurnar stæðu einar og því hafi þær verið nafnlausar. „Ég hélt þarna að ég mundi fylgja á eftir þar sem ég fékk að vera viðstaddur þegar drengurinn okkar var tekinn með keisara, en var tilkynnt að ég yrði að bíða í herberginu og ég yrði látinn vita um leið og eitthvað myndi gerast. Þarna sat ég einn eftir að konan mín var drifin í burtu af átta starfsmönnum spítalans og hjartað í barninu sló of rólega. Aleinn með öllum mínum hugsunum og mér leið sko ekki vel. Ég titraði og ég táraðist yfir því sem gæti gerst. Ég meira að segja bað til guðs svona til að gera allt sem ég gæti gert til að bæta ástandið.“ „Við vildum ekki að þetta snerist um fólk. Við hverja sögu fylgir fæðingarár föðurs, hvenær hann er fæddur, hvenær barnið er fætt og staðsetning fæðingu. Þetta er ekki bók sem við hugsum bara fyrir unga feður heldur, heldur öll þau sem hafa áhuga. Ég pældi til dæmis ekkert í því hvort pabbi minn hefði verið viðstaddur þegar ég fæddist. Hefur þú heyrt söguna af því þegar þú komst í heiminn? Það hafa nefnilega ekki allir gert það!“ Ísak ræddi útgáfuna einnig í Bítinu á Bylgjunni í lok ágúst. Vefur söfnunarinnar á Karolina Fund má opna hér.
„Ég hélt að ég myndi brjóta dóttur mína þegar ég hélt fyrst á henni og lengi á eftir. Fagfólk sem skoðaði hana vissi hins vegar uppá hár hvernig meðhöndla ætti börn og fleygði henni nánast upp í loft eins og ítalskir pítsugerðarmenn. Það var því ólýsanleg tilfinning að setja á hana fyrstu bleyjuna án þess að ökklabrjóta hana. Að fá að verja fyrstu augnablikum hennar með henni eftir að hún hafði verið nánast 42 vikur í móðurkviði. Ég gat verið gagnlegur strax í byrjun, það sló á margar efasemdaraddir í höfðinu mjög snemma.“
„Ein vaktaskiptin slógu okkur sérstaklega út af laginu. Við höfðum tengst einni ljósmóðurinni sterkum böndum eins og vill vera, síðan varð klukkan 15:00, hún gaf rapport og ný ljósmóðir tók við. Mér leið eins og við værum þorskar á færibandi, hvernig mátti það vera að konan færi bara heim? Stimplaði sig út? Vissi hún ekki að af öllum einstöku fæðingum Homo Sapiens Sapiens síðustu 200.000 ár þá var okkar fæðing bara aðeins einstakari?!“
„Aldrei á ævinni hafði ég séð jafn fallega mannveru, þrátt fyrir að hausinn væri enn frekar kraminn. Við fengum hana í hendurnar og lágum þarna yfir okkur ástfangin og varla að trúa því að við hefðum búið til þetta barn. Með því fyrsta sem ég gerði var að spila í símanum Paradise city með Guns and Roses af því að ég var staðráðinn í því að það yrði fyrsta lagið sem hún myndi heyra.“
„Ég hélt þarna að ég mundi fylgja á eftir þar sem ég fékk að vera viðstaddur þegar drengurinn okkar var tekinn með keisara, en var tilkynnt að ég yrði að bíða í herberginu og ég yrði látinn vita um leið og eitthvað myndi gerast. Þarna sat ég einn eftir að konan mín var drifin í burtu af átta starfsmönnum spítalans og hjartað í barninu sló of rólega. Aleinn með öllum mínum hugsunum og mér leið sko ekki vel. Ég titraði og ég táraðist yfir því sem gæti gerst. Ég meira að segja bað til guðs svona til að gera allt sem ég gæti gert til að bæta ástandið.“
Börn og uppeldi Bókaútgáfa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira