Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 09:32 Hugo Larsson fagnar marki með Eintracht Frankfurt. Lars Lagerbäck vinnur fyrir sænska sjónvarpið. Getty/Helge Prang Svíar unnu báða leiki sina í Þjóðadeildinni í fótbolta í þessum landsleikjaglugga en stór hluti fréttanna um liðið í sænskum fjölmiðlum hafa hins vegar snúist um ungan leikmann sem spilaði hvorugan leikinn. Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira