„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 09:00 Það fór erfiðlega af stað hjá Heimi og hans mönnum í írska landsliðinu. Getty Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. „Það virðist sem írska landsliðið hafi algjörlega gleymt því hvernig á að vinna fótboltaleiki,“ segir í umfjöllun Gavin Cummiskey á Irish Times. „Það er sama gamla sagan fyrir nýjan írskan þjálfara í keppnisleikjum þar sem þjálfaratíð Heimis Hallgrímssonar hefst á tveimur gríðarlega þunglyndislegum töpum,“ bætir hann við. Heimir hóf þjálfaratíð sína á tveimur heimaleikjum í Þjóðadeildinni en báðir töpuðust 2-0, annars vegar gegn Englandi á laugardag, og hins vegar gegn Grikkjum í gær. Misstu tökin eftir hlé Cummiskey segir í umfjöllun sinni þó vera bjarta punkta sem hægt sé að byggja á. Írar hafi spilað nýtt kerfi, 3-5-1-1, og hafi verið nokkuð öflugir framan af leik. Liðið hafi spilað fínan fótbolta en ekki haft neitt upp úr krafsinu. Skallamark Fotis Ioannidis veitti Grikkjum forystu strax í byrjun síðari hálfleiks. Spilamennskan versnaði hjá leikmönnum Heimis eftir það og ógnuðu Írar hvað helst úr föstum leikatriðum. Tilraunir til að ógna með löngum innköstum voru til einskis þar sem köst Dara O'Shea komust aldrei lengra en á fremsta varnarmann Grikkja. Írar hafa engan Aron Einar Gunnarsson til að fleygja knettinum inn á teiginn og töluvert er síðan Rory Delap hætti. Aviva-völlurinn í Dyflinn tæmdist þá snögglega eftir að Christos Tzolis innsiglaði 2-0 sigur Grikkja undir lokin í kjölfar mistaka Alans Browne. Þeir sem ekki gengu á dyr og sátu eftir á vellinum til loka leiks bauluðu hressilega á írska liðið sem er án stiga eftir tvo leiki. Treyjan of þung Heimir sat fyrir svörum eftir leik gærkvöldsins og kallar eftir því að leikmenn í írska liðinu stigi upp. Menn sýni ekki sömu gæði í grænu treyjunni og þeir geri með félagsliðum sínum. Þegar sem best gekk hjá íslenska landsliðinu virtist oft engu máli skipta hvar strákarnir okkar spiluðu. Eða hvort þeir væru að spila reglulega yfirhöfuð. Alltaf smullu hlutirnir þegar í landsliðsverkefni var komið. „Manni líður eins og treyjan sé kannski aðeins of þung fyrir vissa leikmenn. Þegar þeir spila fyrir okkur sýna þeir ekki sömu gæði og þeir gera hjá félögum sínum. Við þurfum að breyta því,“ sagði Heimir á blaðamannafundi eftir leik og bætti við: Strong words from Republic of Ireland manager Heimir Hallgrimsson 👀#BBCFootball pic.twitter.com/hTpsTDyr22— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) September 10, 2024 „Ég hef sagt það áður að sjálfstraust kemur með þekkingu á liðsfélögum. Menn þurfa að vita að ef þeir gera eitthvað, að liðsfélaginn sé tilbúinn að hjálpa til og bakka upp. Menn skortir tengingu sín á milli.“ Erfið staða í riðlinum „Grískur harmleikur“ segja einhverjir í írskum fjölmiðlum og fallið niður í C-deild hangir yfir liðinu segja aðrir. Ljóst er að Írar þurfa að byggja á góðum fyrri hálfleik og rýna í hvað varð þess valdandi að þeir misstu tökin á miðsvæðinu eftir hléið. Verkefnið verður ekki einfaldara fyrir Heimi og félaga þar sem heimsóknir til Helsinki og Aþenu bíða í október áður en haldið verður á Wembley í Lundúnum í nóvember. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
„Það virðist sem írska landsliðið hafi algjörlega gleymt því hvernig á að vinna fótboltaleiki,“ segir í umfjöllun Gavin Cummiskey á Irish Times. „Það er sama gamla sagan fyrir nýjan írskan þjálfara í keppnisleikjum þar sem þjálfaratíð Heimis Hallgrímssonar hefst á tveimur gríðarlega þunglyndislegum töpum,“ bætir hann við. Heimir hóf þjálfaratíð sína á tveimur heimaleikjum í Þjóðadeildinni en báðir töpuðust 2-0, annars vegar gegn Englandi á laugardag, og hins vegar gegn Grikkjum í gær. Misstu tökin eftir hlé Cummiskey segir í umfjöllun sinni þó vera bjarta punkta sem hægt sé að byggja á. Írar hafi spilað nýtt kerfi, 3-5-1-1, og hafi verið nokkuð öflugir framan af leik. Liðið hafi spilað fínan fótbolta en ekki haft neitt upp úr krafsinu. Skallamark Fotis Ioannidis veitti Grikkjum forystu strax í byrjun síðari hálfleiks. Spilamennskan versnaði hjá leikmönnum Heimis eftir það og ógnuðu Írar hvað helst úr föstum leikatriðum. Tilraunir til að ógna með löngum innköstum voru til einskis þar sem köst Dara O'Shea komust aldrei lengra en á fremsta varnarmann Grikkja. Írar hafa engan Aron Einar Gunnarsson til að fleygja knettinum inn á teiginn og töluvert er síðan Rory Delap hætti. Aviva-völlurinn í Dyflinn tæmdist þá snögglega eftir að Christos Tzolis innsiglaði 2-0 sigur Grikkja undir lokin í kjölfar mistaka Alans Browne. Þeir sem ekki gengu á dyr og sátu eftir á vellinum til loka leiks bauluðu hressilega á írska liðið sem er án stiga eftir tvo leiki. Treyjan of þung Heimir sat fyrir svörum eftir leik gærkvöldsins og kallar eftir því að leikmenn í írska liðinu stigi upp. Menn sýni ekki sömu gæði í grænu treyjunni og þeir geri með félagsliðum sínum. Þegar sem best gekk hjá íslenska landsliðinu virtist oft engu máli skipta hvar strákarnir okkar spiluðu. Eða hvort þeir væru að spila reglulega yfirhöfuð. Alltaf smullu hlutirnir þegar í landsliðsverkefni var komið. „Manni líður eins og treyjan sé kannski aðeins of þung fyrir vissa leikmenn. Þegar þeir spila fyrir okkur sýna þeir ekki sömu gæði og þeir gera hjá félögum sínum. Við þurfum að breyta því,“ sagði Heimir á blaðamannafundi eftir leik og bætti við: Strong words from Republic of Ireland manager Heimir Hallgrimsson 👀#BBCFootball pic.twitter.com/hTpsTDyr22— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) September 10, 2024 „Ég hef sagt það áður að sjálfstraust kemur með þekkingu á liðsfélögum. Menn þurfa að vita að ef þeir gera eitthvað, að liðsfélaginn sé tilbúinn að hjálpa til og bakka upp. Menn skortir tengingu sín á milli.“ Erfið staða í riðlinum „Grískur harmleikur“ segja einhverjir í írskum fjölmiðlum og fallið niður í C-deild hangir yfir liðinu segja aðrir. Ljóst er að Írar þurfa að byggja á góðum fyrri hálfleik og rýna í hvað varð þess valdandi að þeir misstu tökin á miðsvæðinu eftir hléið. Verkefnið verður ekki einfaldara fyrir Heimi og félaga þar sem heimsóknir til Helsinki og Aþenu bíða í október áður en haldið verður á Wembley í Lundúnum í nóvember.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira