Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. september 2024 10:37 Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Æskuvinirnir og grínistarnir Steindi Jr. og Dóri DNA fara í sprenghlægilegt ferðalag um heiminn í nýjum þáttum sem bera heitið 1 stjarna. Þar prófa þeir verstu staði í heimi. Dóri segist hafa fengið nóg af Steinþóri og lýsir honum sem skelfilegum ferðafélaga á meðan Steindi heldur ekki vatni yfir Dóra. Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri. Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri.
Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira