Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 14:31 Arnar Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen mynda gott teymi hjá Víkingum Vísir/Samsett mynd „Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. Sölvi hefur verið að stýra Víkingum í fjarveru Arnars sem tekur þessi dægrin út þriggja leikja bann. Sölvi mun stýra Víkingum frá hliðarlínunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR og Víkingur eigast við í þýðingarmiklum Reykjavíkurslag í Bestu deildinni. Sölvi Geir sér um að útfæra þau föstu leikatriði sem Víkingar fá í leikjum sínum og nú er hann einnig kominn í sama hlutverk hjá íslenska karlalandsliðinu. Sölvi er nýkominn úr fyrsta landsliðsverkefninu í þjálfarateymi Age Hareide en í fyrri leiknum af tveimur, leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA, komu bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði. Góða athyglin sem Sölva Geir hefur fengið er verðskulduð að mati Arnars sem er hæstánægður með aðstoðarþjálfara sinn. Er hann ekkert að stela þrumunni af þér? „Jú heldur betur. Við erum farnir að kalla hann Sir Sölva í Víkinni,“ svaraði Arnar og bætti við kíminn: „Maður þakkar bara fyrir að hann heilsi manni á morgnanna. Það er farið að rigna all verulega upp í nefið á honum. En að öllu gamni slepptu er þetta bara frábært fyrir hann. “ „Hann á þetta svo sannarlega skilið. Ég lít frekar á þetta þannig að ef Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl. Þetta er bara geggjað fyrir hann.“ Sölvi Geir stýrir Víkingum gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni seinna í dag í leik sem hefst klukkan fimm og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Sölvi hefur verið að stýra Víkingum í fjarveru Arnars sem tekur þessi dægrin út þriggja leikja bann. Sölvi mun stýra Víkingum frá hliðarlínunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR og Víkingur eigast við í þýðingarmiklum Reykjavíkurslag í Bestu deildinni. Sölvi Geir sér um að útfæra þau föstu leikatriði sem Víkingar fá í leikjum sínum og nú er hann einnig kominn í sama hlutverk hjá íslenska karlalandsliðinu. Sölvi er nýkominn úr fyrsta landsliðsverkefninu í þjálfarateymi Age Hareide en í fyrri leiknum af tveimur, leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA, komu bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði. Góða athyglin sem Sölva Geir hefur fengið er verðskulduð að mati Arnars sem er hæstánægður með aðstoðarþjálfara sinn. Er hann ekkert að stela þrumunni af þér? „Jú heldur betur. Við erum farnir að kalla hann Sir Sölva í Víkinni,“ svaraði Arnar og bætti við kíminn: „Maður þakkar bara fyrir að hann heilsi manni á morgnanna. Það er farið að rigna all verulega upp í nefið á honum. En að öllu gamni slepptu er þetta bara frábært fyrir hann. “ „Hann á þetta svo sannarlega skilið. Ég lít frekar á þetta þannig að ef Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl. Þetta er bara geggjað fyrir hann.“ Sölvi Geir stýrir Víkingum gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni seinna í dag í leik sem hefst klukkan fimm og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31