Með sigri gærkvöldsins komst Ármann upp í 2. sæti Ljósleiðaradeildarinnar en Dusty heldur toppsætinu eftir tvær umferðir.
Þriðja umferð Ljósleiðaradeildarinnar hefst þriðjudaginn 17. september með tveimur leikjum þar sem VECA og Höttur mætast annars vegar en Venus og Þór hins vegar.
Umferðinni lýkur síðan fimmtudaginn 19. september með þremur leikjum þar sem Ármann mætir RAFÍK, ÍA keppir við SAGA og Dusty gegn Kano.
