Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 07:29 Frá athafnasvæði Skagans 3X á Akranesi. Vísir/Arnar Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. Þar kemur einnig fram að stærstu kröfuhafarnir séu fasteignafélagið Grenjar ehf. á Akranesi. Fyrirtækið leigði húsnæði Grenja undir starfsemi sína. Grenjar lýsir sjö kröfum í þrotabúið samkvæmt frétt Morgunblaðsins sem nema um 4,4 milljörðum króna. Þá gera einnig kröfu í þrotabúið færeyska fiskvinnslufyrirtækið Varðin Pelagic P/F og SFV11 Holding. Kröfur þeirra eru upp á meira en milljarð. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að skiptastjóri taki ekki afstöðu til almennra krafna því ljóst sé að ekkert fáist greitt upp í þær. Þá gerir Íslandsbanki veðkröfu upp á um 2,9 milljarða. Forgangskröfur eru svo um 880 milljónir en skiptastjóri hefur samkvæmt frétt Morgunblaðsins þegar hafnað kröfum upp á um 600 milljónum. Voru að skoða tilboð Greint var frá því við lok síðasta mánaðar að einhver tilboð hefðu borist í þrotabúið en ekkert í allar eignir í heilu lagi síðan slíku tilboði var hafnað stuttu eftir að tilkynnt var um gjaldþrotið. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19. ágúst 2024 18:18 Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. 17. ágúst 2024 13:29 „Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þar kemur einnig fram að stærstu kröfuhafarnir séu fasteignafélagið Grenjar ehf. á Akranesi. Fyrirtækið leigði húsnæði Grenja undir starfsemi sína. Grenjar lýsir sjö kröfum í þrotabúið samkvæmt frétt Morgunblaðsins sem nema um 4,4 milljörðum króna. Þá gera einnig kröfu í þrotabúið færeyska fiskvinnslufyrirtækið Varðin Pelagic P/F og SFV11 Holding. Kröfur þeirra eru upp á meira en milljarð. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að skiptastjóri taki ekki afstöðu til almennra krafna því ljóst sé að ekkert fáist greitt upp í þær. Þá gerir Íslandsbanki veðkröfu upp á um 2,9 milljarða. Forgangskröfur eru svo um 880 milljónir en skiptastjóri hefur samkvæmt frétt Morgunblaðsins þegar hafnað kröfum upp á um 600 milljónum. Voru að skoða tilboð Greint var frá því við lok síðasta mánaðar að einhver tilboð hefðu borist í þrotabúið en ekkert í allar eignir í heilu lagi síðan slíku tilboði var hafnað stuttu eftir að tilkynnt var um gjaldþrotið. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum.
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19. ágúst 2024 18:18 Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. 17. ágúst 2024 13:29 „Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19. ágúst 2024 18:18
Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. 17. ágúst 2024 13:29
„Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01