Snerting framlag Íslands til Óskarsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2024 14:07 Egill Ólafsson sést hér í hlutverki Kristófers í Snertingu. Lilja Jóns Kvikmyndin Snerting verður framlag Íslands til Óskarsveðlaunanna 2025. Í janúar verður ljóst hvort myndin hlýtur tilnefningu til verðlauna eða ekki. Í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, segir að dómnefnd á vegum akademíunnar hafi valið myndina sem framlag Íslands. Í henni hafi setið fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hrífandi saga um litlu augnablikin Í umsögn dómnefndarinnar sagði meðal annars að Snerting væri í senn epísk og mannleg saga um tilfinningar, ást eftirsjá og litlu augnablikin í lífi hvers manns sem öðlist merkingu þegar horft væri til baka. „Snerting er hrífandi saga um mennskuna, menningarheima sem skarast á og leitina að svörum við ósvöruðum spurningum. Atvik og örlög heillar mannsævi fléttuð saman í órofa heild,” segir þá í umsögninni. Óskarsverðlaunahátíðin 2025 verður haldin 2. mars næstkomandi. Ferli kosninga Akademíunnar er þannig að stuttlistinn svokallaði verður kynntur 17. desember næstkomandi, en tilnefningar til verðlaunanna verða opinberaðar 17. janúar 2025. Því er ekki enn útséð með það hvort myndin hljóti tilnefningu til verðlaunanna. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverk í myndinni, en í maí síðastliðnum hitti Heimir Már Pétursson Egil og ræddi við hann um myndina, glímuna við Parkinson, ferilinn og fleira. Snerting er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar frá árinu 2021. Baltasar Kormákur leikstýrði myndinni og skrifaði handritið, ásamt Ólafi. Hefur farið vítt og breitt Aðalhlutverkið er líkt og áður sagði í höndum Egils Ólafssonar en auk hans fara þau Pálmi Kormákur, Sigurður Ingvarsson, María Ellingsen, Theodór Júlíusson, Starkaður Pétursson og Benedikt Erlingsson með hlutverk í myndinni. Japönsku leikararnir Koki, Yoko Narahashi, Masatoshi Nakamura, Meg Kubota og Eiji Mihara fara einnig með hlutverk í Snertingu. Snerting segir frá Kristófer, sjötugum ekkli sem kominn er á eftirlaun. Hann leggur upp í ferðalag, þegar heimsfaraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans. Myndin var frumsýnd hér á landi 29. maí síðastliðinn, en hefur einnig verið sýnd í kvikmyndahúsum í Þýskalandi, Ástralíu, Bretlandi, Írlandi, Singapúr og Ítalíu ásamt því að vera sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim, auk þess að hafa fengið góða dóma víða um heim. Hún verður frumsýnd enn víðar seinna á þessu ári og byrjun árs 2025. Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, segir að dómnefnd á vegum akademíunnar hafi valið myndina sem framlag Íslands. Í henni hafi setið fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hrífandi saga um litlu augnablikin Í umsögn dómnefndarinnar sagði meðal annars að Snerting væri í senn epísk og mannleg saga um tilfinningar, ást eftirsjá og litlu augnablikin í lífi hvers manns sem öðlist merkingu þegar horft væri til baka. „Snerting er hrífandi saga um mennskuna, menningarheima sem skarast á og leitina að svörum við ósvöruðum spurningum. Atvik og örlög heillar mannsævi fléttuð saman í órofa heild,” segir þá í umsögninni. Óskarsverðlaunahátíðin 2025 verður haldin 2. mars næstkomandi. Ferli kosninga Akademíunnar er þannig að stuttlistinn svokallaði verður kynntur 17. desember næstkomandi, en tilnefningar til verðlaunanna verða opinberaðar 17. janúar 2025. Því er ekki enn útséð með það hvort myndin hljóti tilnefningu til verðlaunanna. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverk í myndinni, en í maí síðastliðnum hitti Heimir Már Pétursson Egil og ræddi við hann um myndina, glímuna við Parkinson, ferilinn og fleira. Snerting er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar frá árinu 2021. Baltasar Kormákur leikstýrði myndinni og skrifaði handritið, ásamt Ólafi. Hefur farið vítt og breitt Aðalhlutverkið er líkt og áður sagði í höndum Egils Ólafssonar en auk hans fara þau Pálmi Kormákur, Sigurður Ingvarsson, María Ellingsen, Theodór Júlíusson, Starkaður Pétursson og Benedikt Erlingsson með hlutverk í myndinni. Japönsku leikararnir Koki, Yoko Narahashi, Masatoshi Nakamura, Meg Kubota og Eiji Mihara fara einnig með hlutverk í Snertingu. Snerting segir frá Kristófer, sjötugum ekkli sem kominn er á eftirlaun. Hann leggur upp í ferðalag, þegar heimsfaraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans. Myndin var frumsýnd hér á landi 29. maí síðastliðinn, en hefur einnig verið sýnd í kvikmyndahúsum í Þýskalandi, Ástralíu, Bretlandi, Írlandi, Singapúr og Ítalíu ásamt því að vera sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim, auk þess að hafa fengið góða dóma víða um heim. Hún verður frumsýnd enn víðar seinna á þessu ári og byrjun árs 2025.
Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira