Okkar eigið Ísland: Skelltu sér í slímuga laug Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 13:38 Félagarnir höfðu lagt of mikið á sig til þess að komast að lauginni svo það var ekki annað í boði en að skella sér ofan í. Félagarnir Garpur I. Elísabetarson, Sigurður Karlsson og Leifur Runólfsson skella sér á Blátind í Morsárdal í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland. Þá tókst þeim að finna dularfulla náttúrulaug að göngu lokinni sem enginn veit hvar er. Laugin reyndist hálfógeðsleg en það stöðvaði ekki göngugarpana. Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira