Aron spilar með Joselu og Rodrigo Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 13:28 Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í katarska boltann. Getty/Simon Holmes Liðið sem Aron Einar Gunnarsson mun spila með í Katar heitir Al-Gharafa og endaði í 3. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron staðfestir þetta við Fótbolta.net í dag og segir að hann hafi fengið samningi sínum við Þór rift fyrr í þessum mánuði, fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni, til þess að eiga þess kost að komast að í Katar. Hömlur eru á fjölda erlendra leikmanna í katörsku deildinni en Aron stefnir á að spila með Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu, að minnsta kosti sjö leiki. „Þetta var spennandi möguleiki fyrir mig til að koma mér inn í hlutina aftur, spila áfram úti. Ef að vel gengur þá gæti verið möguleiki á því að ég verði skráður í deildarhópinn líka hjá félaginu. Þetta opnar fleiri dyr fyrir mig að vera hérna úti,“ segir Aron við Fótbolta.net. Á meðal erlendra leikmanna Al-Gharafa eru Spánverjarnir Joselu og Rodrigo. Joselu var framherji Real Madrid á síðustu leiktíð og reyndist til að mynda hetja liðsins þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Bayern München, á leið Real að Evrópumeistaratitlinum. Rodrigo lék í þrjú ár með Leeds á Englandi og var áður hjá Valencia og Benfica. Joselu lék með spænska landsliðinu í síðasta mánuði. Aron Einar stefnir á endurkomu í íslenska landsliðið.Getty/Daniela Porcelli Al-Gharafa er í 4. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir, með átta stig. Gamla liðið hans Arons í Katar, Al-Arabi, er í 9. sæti með fjögur stig. Öllum hnútum kunnugur í Katar Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hafa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild. Katarski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira
Aron staðfestir þetta við Fótbolta.net í dag og segir að hann hafi fengið samningi sínum við Þór rift fyrr í þessum mánuði, fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni, til þess að eiga þess kost að komast að í Katar. Hömlur eru á fjölda erlendra leikmanna í katörsku deildinni en Aron stefnir á að spila með Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu, að minnsta kosti sjö leiki. „Þetta var spennandi möguleiki fyrir mig til að koma mér inn í hlutina aftur, spila áfram úti. Ef að vel gengur þá gæti verið möguleiki á því að ég verði skráður í deildarhópinn líka hjá félaginu. Þetta opnar fleiri dyr fyrir mig að vera hérna úti,“ segir Aron við Fótbolta.net. Á meðal erlendra leikmanna Al-Gharafa eru Spánverjarnir Joselu og Rodrigo. Joselu var framherji Real Madrid á síðustu leiktíð og reyndist til að mynda hetja liðsins þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Bayern München, á leið Real að Evrópumeistaratitlinum. Rodrigo lék í þrjú ár með Leeds á Englandi og var áður hjá Valencia og Benfica. Joselu lék með spænska landsliðinu í síðasta mánuði. Aron Einar stefnir á endurkomu í íslenska landsliðið.Getty/Daniela Porcelli Al-Gharafa er í 4. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir, með átta stig. Gamla liðið hans Arons í Katar, Al-Arabi, er í 9. sæti með fjögur stig. Öllum hnútum kunnugur í Katar Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hafa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild.
Katarski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira