„Ég er í sjokki eftir þennan leik“ Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. september 2024 12:32 Rósa Björk lýsti leikjum 3. umferðar ELKO-Deildarinnar í Fortnite í beinni útsendingu og sagðist einfaldlega vera í sjokki eftir seinni leikinn. Þriðja umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite fór fram á mánudagskvöld og lauk þannig að iKristoo er kominn með 141 stig sem duga honum til að ná toppsætinu af denas 13 sem er í 2. sæti með 135 stig. „Ég er í sjokki eftir þennan leik,“ sagði Rósa Björk um viðburðaríkan seinni leik umferðarinnar en hún og Aron Fannar lýstu umferðinni í beinni útsendingu. Þá kvað Rósa upp þann dóm að iKristoo hefði staðið sig „sjúklega vel“ þegar ljóst var að honum hafði, í bili að minnsta kosti, tekist að stela 1. sæti deildarinnar af denasi. Aðeins sex stig skilja þá iKristoo og denas13 að í tveimur efstu sætunum en á eftir þeim koma ElkoDeild Emil með 77 stig, Relax Lester með 59 stig og Marcixtwitch með 11 stig. Áður en leikar hófust taldi Aron sér óhætt, eftir aðeins tvær umferðir, að spá denas sigri í deildinni. Hann sýndi síðan strax í fyrsta leik kvöldsins fram á að einhver innistæða er fyrir þessum spádómi Arons þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari með 33 stig. Aron Fannar og Rósa Björk voru með beina lýsingu á Fortnite-hasarnum á mánudagskvöld og þótt denas 13 hafi fallið um sæti eftir umferðina stendur Aron enn við spá sína um að hann muni standa uppi sem sigurvegari í ELKO-Deildinni. iKristoo kom, hins vegar, sá og sigraði seinni leik kvöldsins og sló fellumet mótsins með hvorki meira né minna en tíu fellum. Þessar sviptingar á toppnum breyttu þó engu um að Aron stendur enn við spá sína um að denas muni sigra mótið en þau Rósa voru einnig sammála um að iKristoo muni ná mjög langt í ELKO-Deildinni. Staðan í Fortnite eftir þrjár umferðir. Rafíþróttir Tengdar fréttir Grimm barátta og sviptingar í Fortnite Önnur umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite fór fram á mánudagskvöld og nokkrar sviptingar voru á stigatöflunni á meðan um 55 spilarar tókust á í tveimur leikjum sem höfðu talsverð áhrif á stöðuna á topp 10 listanum. 17. september 2024 11:26 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
„Ég er í sjokki eftir þennan leik,“ sagði Rósa Björk um viðburðaríkan seinni leik umferðarinnar en hún og Aron Fannar lýstu umferðinni í beinni útsendingu. Þá kvað Rósa upp þann dóm að iKristoo hefði staðið sig „sjúklega vel“ þegar ljóst var að honum hafði, í bili að minnsta kosti, tekist að stela 1. sæti deildarinnar af denasi. Aðeins sex stig skilja þá iKristoo og denas13 að í tveimur efstu sætunum en á eftir þeim koma ElkoDeild Emil með 77 stig, Relax Lester með 59 stig og Marcixtwitch með 11 stig. Áður en leikar hófust taldi Aron sér óhætt, eftir aðeins tvær umferðir, að spá denas sigri í deildinni. Hann sýndi síðan strax í fyrsta leik kvöldsins fram á að einhver innistæða er fyrir þessum spádómi Arons þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari með 33 stig. Aron Fannar og Rósa Björk voru með beina lýsingu á Fortnite-hasarnum á mánudagskvöld og þótt denas 13 hafi fallið um sæti eftir umferðina stendur Aron enn við spá sína um að hann muni standa uppi sem sigurvegari í ELKO-Deildinni. iKristoo kom, hins vegar, sá og sigraði seinni leik kvöldsins og sló fellumet mótsins með hvorki meira né minna en tíu fellum. Þessar sviptingar á toppnum breyttu þó engu um að Aron stendur enn við spá sína um að denas muni sigra mótið en þau Rósa voru einnig sammála um að iKristoo muni ná mjög langt í ELKO-Deildinni. Staðan í Fortnite eftir þrjár umferðir.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Grimm barátta og sviptingar í Fortnite Önnur umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite fór fram á mánudagskvöld og nokkrar sviptingar voru á stigatöflunni á meðan um 55 spilarar tókust á í tveimur leikjum sem höfðu talsverð áhrif á stöðuna á topp 10 listanum. 17. september 2024 11:26 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Grimm barátta og sviptingar í Fortnite Önnur umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite fór fram á mánudagskvöld og nokkrar sviptingar voru á stigatöflunni á meðan um 55 spilarar tókust á í tveimur leikjum sem höfðu talsverð áhrif á stöðuna á topp 10 listanum. 17. september 2024 11:26