Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 17:47 Samskip vildi hnekkja ákvæði í sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Vísir/Vilhelm Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 20201 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Sátt Eimskipa við eftirlitið fól meðal annars í sér að fyrirtækið skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip, væri það enn til staðar. Samskip vildi ekki una sáttinni sem samkeppnisaðilinn gerði við Samkeppniseftirlitið og kærði hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála árið 2021. Krafðist fyrirtækið þess að ákvæði sáttarinnar um að Eimskip hættu viðskiptalegu samstarfi við Samskip yrði fellt úr gildi. Þegar áfrýjunarnefndin vísaði kærunni frá á þeirri forsendu að Samskip ættu ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins höfðaði fyrirtækið mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinn ógiltan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Samskipa í dómi sem féll í nóvember árið 2022 og ógilti úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við með dómi sem var kveðinn upp í dag. Höfðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að aðilar að samráðsmáli sem væri til rannsóknar og hefði ekki viðurkennt brot gætu ekki talist aðilar að sátt annars málsaðila sem hefði viðurkennt brot. Landsréttur vísaði til þess að Samskip hefðu átt kost á að koma að sínum sjónarmiðum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins, meðal annars ákvæðið í sáttinni við Eimskip og hvernig það hefði áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. Samskip hefðu því ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Fyrirtækið nyti því ekki kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefndinni vegna sáttarinnar. Dómsmál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 20201 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Sátt Eimskipa við eftirlitið fól meðal annars í sér að fyrirtækið skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip, væri það enn til staðar. Samskip vildi ekki una sáttinni sem samkeppnisaðilinn gerði við Samkeppniseftirlitið og kærði hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála árið 2021. Krafðist fyrirtækið þess að ákvæði sáttarinnar um að Eimskip hættu viðskiptalegu samstarfi við Samskip yrði fellt úr gildi. Þegar áfrýjunarnefndin vísaði kærunni frá á þeirri forsendu að Samskip ættu ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins höfðaði fyrirtækið mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinn ógiltan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Samskipa í dómi sem féll í nóvember árið 2022 og ógilti úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við með dómi sem var kveðinn upp í dag. Höfðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að aðilar að samráðsmáli sem væri til rannsóknar og hefði ekki viðurkennt brot gætu ekki talist aðilar að sátt annars málsaðila sem hefði viðurkennt brot. Landsréttur vísaði til þess að Samskip hefðu átt kost á að koma að sínum sjónarmiðum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins, meðal annars ákvæðið í sáttinni við Eimskip og hvernig það hefði áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. Samskip hefðu því ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Fyrirtækið nyti því ekki kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefndinni vegna sáttarinnar.
Dómsmál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira