Orri með tvennu á Spáni: „Fyrsta stóra kvöldið þitt“ Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 18:41 Orri Steinn Óskarsson fagnar sínu fyrsta marki fyrir Real Sociedad. @realsociedad Orri Óskarsson skoraði í dag sín fyrstu tvö mörk fyrir Real Sociedad í efstu deild Spánar í fótbolta, þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Valencia á heimavelli. Orri, sem er aðeins tvítugur, kom til Real Sociedad fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn í lok síðasta mánaðar og ljóst að miklar vonir eru bundnar við hann hjá spænska félaginu. Hann stóð undir þeim væntingum í dag með tveimur mörkum eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir Mikel Oyarzabal á 61. mínútu. 🤙🤙🤙#LaLigaHighlights | #RealSociedadValencia pic.twitter.com/rvVIeaM1e6— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) September 28, 2024 Fyrra markið skoraði Orri á 80. mínútu og við það var skrifað á Twitter-síðu Real Sociedad: „Það fyrsta af mörgum.“ Sá sem skrifaði það þurfti ekki að bíða lengi eftir næsta marki Orra því það kom tíu mínútum síðar. Japaninn Takefusa Kubo hafði skorað fyrsta mark leiksins snemma leiks. „Fyrsta stóra kvöldið þitt, Orri,“ var svo skrifað á Twitter-síðuna með myndbandi af Orra í fögnuðinum eftir leik. 💙 Tu primera gran noche, 𝗢𝗥𝗥𝗜. pic.twitter.com/RPFPvTyolW— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) September 28, 2024 Þetta var fimmti deildarleikur Orra á Spáni en hann hefur komið inn á sem varamaður í fjórum þeirra. Mörkin tvö í dag ættu að auka líkurnar á að hann verði í byrjunarliðinu gegn Anderlecht í Evrópudeildinni næsta fimmtudagskvöld, eða gegn Atlético Madrid í spænsku deildinni þremur dögum síðar, áður en Orri kemur svo til Íslands í landsleikina við Wales og Tyrkland. Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Orri, sem er aðeins tvítugur, kom til Real Sociedad fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn í lok síðasta mánaðar og ljóst að miklar vonir eru bundnar við hann hjá spænska félaginu. Hann stóð undir þeim væntingum í dag með tveimur mörkum eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir Mikel Oyarzabal á 61. mínútu. 🤙🤙🤙#LaLigaHighlights | #RealSociedadValencia pic.twitter.com/rvVIeaM1e6— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) September 28, 2024 Fyrra markið skoraði Orri á 80. mínútu og við það var skrifað á Twitter-síðu Real Sociedad: „Það fyrsta af mörgum.“ Sá sem skrifaði það þurfti ekki að bíða lengi eftir næsta marki Orra því það kom tíu mínútum síðar. Japaninn Takefusa Kubo hafði skorað fyrsta mark leiksins snemma leiks. „Fyrsta stóra kvöldið þitt, Orri,“ var svo skrifað á Twitter-síðuna með myndbandi af Orra í fögnuðinum eftir leik. 💙 Tu primera gran noche, 𝗢𝗥𝗥𝗜. pic.twitter.com/RPFPvTyolW— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) September 28, 2024 Þetta var fimmti deildarleikur Orra á Spáni en hann hefur komið inn á sem varamaður í fjórum þeirra. Mörkin tvö í dag ættu að auka líkurnar á að hann verði í byrjunarliðinu gegn Anderlecht í Evrópudeildinni næsta fimmtudagskvöld, eða gegn Atlético Madrid í spænsku deildinni þremur dögum síðar, áður en Orri kemur svo til Íslands í landsleikina við Wales og Tyrkland.
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira