Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. september 2024 12:32 Bríet og Birnir voru að senda frá sér stuttmyndina 1000 orð ásamt Erlendi Sveinssyni leikstjóra. Skjáskot Íslensku stjörnurnar Bríet og Birnir voru að senda frá sér tónlistarstuttmynd sem var jafnframt opnunarmynd á hátíðinni RIFF í ár. Erlendur Sveinsson er leikstjóri myndarinnar en blaðamaður ræddi við hann um verkefnið. Myndin ber heitið 1000 orð og er lifandi túlkun á samnefndri plötu sem tvíeykið gaf nýlega út. Hér má sjá myndina 1000 orð: Par sem reynir að eyða minningum um hvort annað „Birnir og Bríet höfðu samband við mig mjög snemma í ferlinu með það í huga að gera stuttmynd samhliða plötunni 1000 orð. Við hittumst einn góðan veðurdag á kaffihúsi og fundum fljótt ákveðinn grunn í að segja sögu pars sem væri að eyða minningunum sínum um hvort annað,“ segir Erlendur um upphaf verkefnisins. Birnir og Bríet stíga trylltan dans og fara með hlutverk pars sem reynir að gleyma hvort öðru.Skjáskot „Myndin skildi gerast úti í geimnum og við myndum sýna þessar birtingarmyndir ástarinnar í ferðalagi um hljóðheim plötunnar. Við bárum svo hugmyndina undir Icelandair sem var til í að styrkja verkefnið og það var í raun og veru það sem gerði okkur kleift að taka þetta alla leið.“ Plakatið fyrir 1000 orð.Aðsend Nostalgía og vísindaskáldskapur Hann segir innblásturinn meðal annars koma frá vísindaskáldskap. „Innblásturinn kom frá mikið af ljósmyndum sem við fundum en líka frá þessum nostalgíu sci-fi myndum eins og Solaris og Space Oddisey. Við ákváðum það mjög snemma að taka myndina upp á 16mm filmu til að gefa myndinni ákveðna áferð og ég var spenntur fyrir kvikmyndalegu nálguninni sem þú þarft að vera með til að skjóta á filmu nú til dags.“ Verkefnið gekk vel að sögn Erlends. „Það var bara frábært að vinna með Birni og Bríet ásamt öllum listamönnunum sem komu að verkinu. Við erum í skýjunum með myndina.“ Öflugur hópur listafólks kom saman að verkefninu.Aðsend Ólík listform koma saman í eitt Erlendur hefur komið víða að í sínum bransa og segist almennt hrifinn af því að blanda ólíkum listformum saman. „Þetta tónlistarmyndarformat tíðkast víðs vegar um heim og ég hef verið mikill aðdáandi þess. Mér finnst til dæmis það sem tónlistarmenn á borð við The Weekend, Asap Rocky og Taylor Swift eru að gera í sínum kvikmyndaverkefnum vera mjög inspírerandi. Ég hef verið svo lánsamur að vinna mikið með tónlistarfólki í gegnum tíðina og hef gert fjölmörg tónlistarmyndbönd, en þetta er í raun fimmta tónlistarmyndin sem ég geri. Afsakanir (Auður), Svarthvítur Draumur (Hipsumhaps), Flýg upp x Varlega (Aron Can), Hugarró (GDRN) og svo núna 1000 orð (Birnir og Bríet). Mér þykir ótrúlega vænt um þessi verkefni.“ Erlendur hefur unnið með alls kyns tónlistarfólki og skapar einstök tónlistarlistaverk.Aðsend Viðtökurnar hafa að sögn Erlends verið frábærar. „Við héldum sérstaka sýningu í Silfurbergi á útgáfutónleikum þeirra sem var alveg epískt því þá fylgdu þau myndinni eftir með live flutningi á plötunni í bland við helstu slagara þeirra beggja. Svo var stórkostlegt að sýna hana í Háskólabíó sem opnunarmynd RIFF fyrir fullu húsi gesta. Nú er hún aðgengileg á Youtube og mun lifa þar um ókomna tíð,“ segir Erlendur að lokum en hér má sjá myndina á Youtube. RIFF Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Myndin ber heitið 1000 orð og er lifandi túlkun á samnefndri plötu sem tvíeykið gaf nýlega út. Hér má sjá myndina 1000 orð: Par sem reynir að eyða minningum um hvort annað „Birnir og Bríet höfðu samband við mig mjög snemma í ferlinu með það í huga að gera stuttmynd samhliða plötunni 1000 orð. Við hittumst einn góðan veðurdag á kaffihúsi og fundum fljótt ákveðinn grunn í að segja sögu pars sem væri að eyða minningunum sínum um hvort annað,“ segir Erlendur um upphaf verkefnisins. Birnir og Bríet stíga trylltan dans og fara með hlutverk pars sem reynir að gleyma hvort öðru.Skjáskot „Myndin skildi gerast úti í geimnum og við myndum sýna þessar birtingarmyndir ástarinnar í ferðalagi um hljóðheim plötunnar. Við bárum svo hugmyndina undir Icelandair sem var til í að styrkja verkefnið og það var í raun og veru það sem gerði okkur kleift að taka þetta alla leið.“ Plakatið fyrir 1000 orð.Aðsend Nostalgía og vísindaskáldskapur Hann segir innblásturinn meðal annars koma frá vísindaskáldskap. „Innblásturinn kom frá mikið af ljósmyndum sem við fundum en líka frá þessum nostalgíu sci-fi myndum eins og Solaris og Space Oddisey. Við ákváðum það mjög snemma að taka myndina upp á 16mm filmu til að gefa myndinni ákveðna áferð og ég var spenntur fyrir kvikmyndalegu nálguninni sem þú þarft að vera með til að skjóta á filmu nú til dags.“ Verkefnið gekk vel að sögn Erlends. „Það var bara frábært að vinna með Birni og Bríet ásamt öllum listamönnunum sem komu að verkinu. Við erum í skýjunum með myndina.“ Öflugur hópur listafólks kom saman að verkefninu.Aðsend Ólík listform koma saman í eitt Erlendur hefur komið víða að í sínum bransa og segist almennt hrifinn af því að blanda ólíkum listformum saman. „Þetta tónlistarmyndarformat tíðkast víðs vegar um heim og ég hef verið mikill aðdáandi þess. Mér finnst til dæmis það sem tónlistarmenn á borð við The Weekend, Asap Rocky og Taylor Swift eru að gera í sínum kvikmyndaverkefnum vera mjög inspírerandi. Ég hef verið svo lánsamur að vinna mikið með tónlistarfólki í gegnum tíðina og hef gert fjölmörg tónlistarmyndbönd, en þetta er í raun fimmta tónlistarmyndin sem ég geri. Afsakanir (Auður), Svarthvítur Draumur (Hipsumhaps), Flýg upp x Varlega (Aron Can), Hugarró (GDRN) og svo núna 1000 orð (Birnir og Bríet). Mér þykir ótrúlega vænt um þessi verkefni.“ Erlendur hefur unnið með alls kyns tónlistarfólki og skapar einstök tónlistarlistaverk.Aðsend Viðtökurnar hafa að sögn Erlends verið frábærar. „Við héldum sérstaka sýningu í Silfurbergi á útgáfutónleikum þeirra sem var alveg epískt því þá fylgdu þau myndinni eftir með live flutningi á plötunni í bland við helstu slagara þeirra beggja. Svo var stórkostlegt að sýna hana í Háskólabíó sem opnunarmynd RIFF fyrir fullu húsi gesta. Nú er hún aðgengileg á Youtube og mun lifa þar um ókomna tíð,“ segir Erlendur að lokum en hér má sjá myndina á Youtube.
RIFF Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira