Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 13:13 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á áfengislöggjöfinni. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. Í kynningu á drögunum í samráðsgátt segir að frumvarpið feli í sér að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna. Um sé að ræða breytingu á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda. Vefverslanir þegar reknar Í lögunum séu nú ekki settar skorður á heimildir einstaklinga til þess að flytja inn áfengi erlendis frá, til dæmis í gegnum vefverslanir, og því hafi slík verslun viðgengist um áratugaskeið á Íslandi. Aftur á móti geri löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það sé starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila. Leyfisskylt og ströng skilyrði um afhendingu Með frumvarpinu sé stefnt að því að heimila sölu áfengis í gegnum innlenda vefverslun og marka fyrirkomulaginu lagalegan ramma, svo sem um hvernig staðið er að leyfisveitingu, hvernig eftirliti skuli háttað og um sölu og afhendingu áfengis sem keypt er. Stefnt sé að því að sama fyrirkomulag muni gilda um afhendingu áfengis sem flutt er inn af einstaklingum og eftir atvikum er keypt í erlendum vefverslunum. Í drögunum er lagt til að nýju ákvæði verði bætt við áfengislög um afhendingu áfengis, hvort sem það er keypt af innlendri vefverslun eða flutt inn af einstaklingi. Þar verði til að mynda mælt fyrir um að óheimilt verði að hafa áfengi til sýnis á afhendingarstað. Mælt verði fyrir um skyldu afhendingaraðila til að láta viðtakanda færa sönnur á aldur sinn. Í ljósi þess að afhending áfengis geti farið fram á mismunandi hátt sé lagt til að gerðar verði strangar kröfur til sönnunar á aldri viðtakanda. Sé ekki farið að þessum fyrirmælum kunni það að leiða til viðurlaga fyrir leyfishafa auk mögulegrar refsiábyrgðar hans og þess sem afhendir. Hvorki á sunnudögum né seint á kvöldin Þá verði mælt fyrir um að óheimilt verði að afhenda áfengi á helgidögum Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum um frið vegna helgihalds, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Helgidagar Þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá klukkan 18, jóladagur og annar dagur jóla. Ráðherra skuli setja reglugerð sem kveður nánar á um fyrirkomulag með afhendingu áfengis, þar með talið um þann tíma dags sem heimilt yrði að afhenda áfengi til að stemma stigu við því að áfengi sé pantað síðla kvölds og afhent skömmu síðar. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Í kynningu á drögunum í samráðsgátt segir að frumvarpið feli í sér að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna. Um sé að ræða breytingu á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda. Vefverslanir þegar reknar Í lögunum séu nú ekki settar skorður á heimildir einstaklinga til þess að flytja inn áfengi erlendis frá, til dæmis í gegnum vefverslanir, og því hafi slík verslun viðgengist um áratugaskeið á Íslandi. Aftur á móti geri löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það sé starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila. Leyfisskylt og ströng skilyrði um afhendingu Með frumvarpinu sé stefnt að því að heimila sölu áfengis í gegnum innlenda vefverslun og marka fyrirkomulaginu lagalegan ramma, svo sem um hvernig staðið er að leyfisveitingu, hvernig eftirliti skuli háttað og um sölu og afhendingu áfengis sem keypt er. Stefnt sé að því að sama fyrirkomulag muni gilda um afhendingu áfengis sem flutt er inn af einstaklingum og eftir atvikum er keypt í erlendum vefverslunum. Í drögunum er lagt til að nýju ákvæði verði bætt við áfengislög um afhendingu áfengis, hvort sem það er keypt af innlendri vefverslun eða flutt inn af einstaklingi. Þar verði til að mynda mælt fyrir um að óheimilt verði að hafa áfengi til sýnis á afhendingarstað. Mælt verði fyrir um skyldu afhendingaraðila til að láta viðtakanda færa sönnur á aldur sinn. Í ljósi þess að afhending áfengis geti farið fram á mismunandi hátt sé lagt til að gerðar verði strangar kröfur til sönnunar á aldri viðtakanda. Sé ekki farið að þessum fyrirmælum kunni það að leiða til viðurlaga fyrir leyfishafa auk mögulegrar refsiábyrgðar hans og þess sem afhendir. Hvorki á sunnudögum né seint á kvöldin Þá verði mælt fyrir um að óheimilt verði að afhenda áfengi á helgidögum Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum um frið vegna helgihalds, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Helgidagar Þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá klukkan 18, jóladagur og annar dagur jóla. Ráðherra skuli setja reglugerð sem kveður nánar á um fyrirkomulag með afhendingu áfengis, þar með talið um þann tíma dags sem heimilt yrði að afhenda áfengi til að stemma stigu við því að áfengi sé pantað síðla kvölds og afhent skömmu síðar.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira