„En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. október 2024 07:00 Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu, segir margt fallegt hafa fylgt jarðhræringum og rýmingum líka. Það standi upp úr hversu mikill samhugurinn og samstaðan hefur verið hjá starfsfólki, þar sem allir eru ákveðnir í að fara í gegnum þessa tíma saman. Vísir/Vilhelm „Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023. En síðan þá hafa reglulegar fréttir birst um rýmingar í Bláa Lóninu. Eða fréttir um að það sé verið að opna Bláa Lónið. Eða skoða að loka því. Eða, eða, eða…. Því já, oft hefur óvissan verið ríkjandi. Og vandasamt að sögn Sigrúnar að tryggja að starfsfólk sé að fá réttar upplýsingar. „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu. Samstaðan, samhugurinn. Hvernig við erum öll í þessu saman.“ Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga eru orðnar eins og reglubundinn liður í fréttum fjölmiðla. Í dag ætlum við hins vegar að huga að mannauðsmálunum og því hvernig Bláa Lónið hefur beitt sér í því sem snýr að mannlega þættinum í þeim aðstæðum sem enn eru uppi. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um mannauðsmálin en Mannauðsdagurinn verður haldinn á föstudag í Hörpu. Uppselt er á Mannauðsdaginn, en dagskrána má sjá hér. Hringdu í alla Ef horft er til jarðhræringanna á Reykjanesi er hægt að fara aftur til áranna 2020-2021. „Strax þá fórum við að undirbúa viðbragðsáætlanir félagsins við eldgosum, mögulegum rýmingum, að taka samtalið við okkar starfsfólk og svo framvegis. Þegar starfsfólk upplifir að vinnustaðurinn sé að taka mögulega hættu alvarlega skapar það vissa öryggistilfinningu hjá fólki og það hefur hjálpað,“ segir Sigrún en hún er ein fyrirlesara á Mannauðsdeginum á föstudag. Tímamót urðu hins vegar þann 10.nóvember árið 2023, þegar sú staða kom upp að rýma þurfti heilan bæ á svipstundu: Grindavík. „Við byrjuðum á því að grípa fólkið. Strax á laugardagsmorgninum hringdum við í allt okkar fólk sem bjó í Grindavík og buðum þeim að koma til okkar í skrifstofuhúsnæðið í Garðabæ.“. Um 800 manns starfa hjá Bláa Lóninu og í byrjun nóvember í fyrra bjuggu 134 starfsmenn í Grindavík. „Eðlilega var fólk í tilfinningalegu ástandi. Fólk var í geðshræringu og vissi ekki alveg hvað væri að gerast.“ Margir í þessum hópi eru af erlendu bergi brotnu en hlutfall fólks sem starfar í Bláa Lóninu og kemur erlendis frá er 45%, frá 40 þjóðum. Meðalaldur starfsfólks er 35 ára. Við hjálpuðum til við að finna húsnæði fyrir það fólk sem þurfti og allir voru líka tilbúnir til að leggja hönd á plóg. Til dæmis opnuðum við nytjamarkað og fleira á skrifstofunni okkar næstu daga og samstarfsfólk var að koma með hina ýmsu hluti til að hjálpa til og gefa samstarfsfólki sínu sem hafði þurft að yfirgefa heimilin sín með mjög stuttum fyrirvara.“ Sigrún rifjar þennan tíma líka upp með hlýju. „Á laugardeginum eftir rýminguna boðuðum við til samverustundar í skrifstofuhúsnæðiokkar í Garðabæ. Ekki aðeins fyrir fólk sem hafði þurft að flýja heimilin sín í Grindavík, heldur var öllu starfsfólki boðið að koma Og samstaðan og samhugurinn sem maður fann þar var mjög falleg upplifun.“ Morguninn eftir rýminguna í Grindavík þann 10.nóvember 2023, hringdi mannauðsteymið í alla starfsmenn félagsins sem búsettir voru í Grindavík á þeim tíma, alls 134 manns. Fyrirtækið aðstoðaði síðan við að finna húsnæði, setti upp nytjamarkað og ýmislegt fleira til að hjálpa til.Vísir/Vilhelm Rýmingin sjálf Sigrún segir samtalið vera mikilvægur liður í því að skapa öryggistilfinningu hjá starfsfólki í aðstæðum sem þessum. „En þá þarf líka allt að vera rætt og ekkert undanskilið. Aðeins þannig skapast traust.“ Annað hvað traustið varðar, segir Sigrún hafa falist í því að tryggja að starfsfólk væri að fá réttar upplýsingar. „Við höfum átt fjölda fundi með hinum ýmsum sérfræðingum og höfum lagt áherslu á að vera í beinu samtali við fagfólk um stöðu mála hverju sinni. . Allar upplýsingar eru síðan aðgengilegar okkar starfsfólki á innra netinu okkar og með tilliti til þess hvað það starfar hjá okkur fjölbreyttur hópur eru upplýsingarnar framsettar á íslensku og ensku.“ Hvað með fjölmiðla og fréttir, hefur óvissan sem stundum hefur verið uppi um hættur skapað ringulreið eða gert ykkur erfitt fyrir hvað varðar upplýsingamiðlun til starfsfólks? „Já það hefur alveg komið fyrir. Við höfum ekki farið þá leið að leiðrétta fréttir í fjölmiðlum fyrir starfsfólki, heldur að leggja áherslu á að miðla réttum upplýsingum til starfsfólks, bæði á innra neti okkar og einnig á vikulegum fundum með framkvæmdastjórn.“ Sigrún segir að það sem hafi reynst vel í rýmingunum sem upp hafa komið, er að í hverri deild eru nú rýmingarfulltrúar sem hafa fengið sérstaka þjálfun. Sigrún segir þessa fulltrúa sinna ómetanlegu hlutverki. „Við höfum lokað, þótt okkur hafi ekki endilega verið gert að loka. Þessar lokanir hafa meðal annars gefið okkur svigrúm til verklegra rýmingaræfinga.“ Hvernig fer þetta samt fram nákvæmlega? Ef starfsmaður er með vatn í fötu að þrífa eða að elda í potti á eldavél og svo framvegis, eiga bara allir að yfirgefa svæðið strax eða er gengið frá einhverju fyrst? „Þegar það er rýming þá er bara slökkt á öllu og svæðið yfirgefið hratt og örugglega en á yfirvegaðan hátt.“ Sigrún segir að markvisst sé dreginn lærdómur af hverri rýmingu. Sem sé mikilvægt því þá eru áætlanir og þjálfanir uppfærðar í takt við þann lærdóm. Eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað í þessu öllu saman er samt þessi samhugur og samstaða. Þjálfunin hefur til dæmis ekkert síður farið fram þannig að starfsfólkið er að styðja við, leiðbeina og styrkja hvort annað. Því við erum öll í þessu saman og það er eitt af því fallega sem hefur komið út úr þessu.“ Um 800 manns starfa hjá Bláa Lóninu, sem er með starfstöðvar á nokkrum stöðum. Margt starfsfólk er af erlendu bergi brotið en alls starfar fólk frá 40 þjóðum hjá Bláa Lóninu. Meðalaldur starfsfólks er 35 ár. Allar upplýsingar til starfsfólks eru veittar á ensku og íslensku.Vísir/Vilhelm En hvað þá með aðra mannauðsþætti sem stór vinnustaður eins og þessi er að öllu jöfnu að huga að? Starfsánægjumælingar. Starfsmannavelta. Veikindadagar eða markmið um fækkun þeirra. Vinnuandinn og kúltúrinn. Helgun starfsfólks. Og svo framvegis. „Já, þetta er auðvitað mikilvæg spurning því að auðvitað var mannauðsteymi Bláa Lónsins ekki stofnað í þeim tilgangi einum að takast á við krísur, heldur er hlutverk mannauðssviðs að styðja við mannauðsmálin í öllum þeim liðum sem mannauðsmálunum fylgja og þannig ýta undir árangur“ segir Sigrún og bætir við: „Við erum líka með starfstöðvar og starfsemi víðar á landinu en eingöngu í Svartsengi og mikilvægt að sinna þeim vel samhliða. .“ Heilt yfir segist Sigrún mjög stolt af því að tilheyra teymi eins og Bláa Lóns teyminu, við höfum náð að halda í kjarnann okkar og fara saman í gegnum þessa tíma. Við höfum fylgst vel með mælikvörðum á borð við starfsánægju, starfsmannaveltu, veikindahlutfall og höfum ekki verið að sjá stór frávik á þeim mælikvörðum þrátt fyrir tímana sem við höfum farið í gegnum. Það má rekja til þess að starfsandinn er góður og við ætlum saman í gegnum þessa tíma. Sigrún segir áherslurnar þó vissulega breytast og verða öðruvísi. „Við höfum lagt okkur fram við að sinna mannauðsmálum faglega, bæði hvað varðar það sem tengist jarðhræringum en einnig varðandi aðra þætti sem hverfa ekki á meðan,“ segir Sigrún og bætir við: „Núna í október er vitundavakning um breytingaskeiðið og áhrif þess innan vinnustaða. Við tökum þátt í þessu með fræðslu. En þetta snýst svolítið um að finna taktinn og rétta tímapunktinn því auðvitað væri það svolítið taktlaust að vera kannski með fræðslufund um svona mál, á viðkvæmum tímapunkti.“ Eitt af því sem hefur reynst mjög vel hjá Bláa Lóninu er að þar eru nú rýmingarfulltrúar á hverri deild, sem hafa hlotið sér þjálfun og sinna ómetanlegu hlutverki. Þá hafa lokunartímar verið nýttir til að þjálfa starfsfólk og segir Sigrún það hafa verið fallegt að upplifa hversu mikið starfsfólk er að þjálfa hvort annað og styðja við.Vísir/Vilhelm Almennt sé líka litið til þess að mannauðsteymið sé að stuðla að vellíðan og eflingu starfsmannahópsins í heild. „Við höfum til dæmis í langan tíma boðið upp á sálfræðiþjónustu fyrir okkar starfsfólk, sem nýttist vel í kjölfar eldgosa og rýminga. Við erum einnig með Vellíðunartorg Bláa Lónsins en þar gefst starfsfólki kostur á að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum í heilsueflandi þáttum. Því auðvitað reynir það á andlega heilsu fólks, að fara í gegnum svona atburði.“ Annað sem Sigrún segist telja að hafi gefist vel er að þegar lokanir voru sem mestar í kjölfar 10.nóvember 2023 var lögð áhersla á að halda öllum í virkni. „Það getur verið erfitt að vera heima dögum saman og stundum vikum því er mikilvægt að fólk hefur verið að hittast áfram þó að sé ekki að hittast þegar það mætti til vinnu.“ Til viðbótar hefur verið boðið upp á vinnustofur, hópefli og fleira á þeim tímum sem hefur verið lokað. „Einnig hvöttum við til hreyfingar og áfram gat starfsfólk nýtt sér líkamsræktarstyrki og aðgang að sundlaugum sem eru ein að fríðinum hjá Bláa Lóninu . En með því að halda hópnum alltaf í einhverri virkni efldist samstaðan, fólk hitti hvort annað, gat talað við hvort annað og svo framvegis.“ Sigrún segir lærdóminn líka dýrmætan. „Vissulega hefðum við stundum getað gert hlutina öðruvísi. En við höfum náð að skapa þannig menningu að mistök eru tækifæri til umbóta. En það hefur glatt mitt hjarta að sjá í gegnum allan þennan tíma hvað allt starfsfólkið stendur vel saman, því mannauðurinn okkar er svo sannanlega dýrmætasta auðlind fyrirtækisins. Það hefur verið ómetanlegt að upplifa samstöðuna, samhuginn og allt það fallega sem þessu hefur fylgt líka.“ Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42 Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði. Því breytingaskeið kvenna hefur oft áhrif á makann,“ segir Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks. 2. október 2024 07:00 Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00 Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. 4. október 2023 07:00 Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
En síðan þá hafa reglulegar fréttir birst um rýmingar í Bláa Lóninu. Eða fréttir um að það sé verið að opna Bláa Lónið. Eða skoða að loka því. Eða, eða, eða…. Því já, oft hefur óvissan verið ríkjandi. Og vandasamt að sögn Sigrúnar að tryggja að starfsfólk sé að fá réttar upplýsingar. „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu. Samstaðan, samhugurinn. Hvernig við erum öll í þessu saman.“ Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga eru orðnar eins og reglubundinn liður í fréttum fjölmiðla. Í dag ætlum við hins vegar að huga að mannauðsmálunum og því hvernig Bláa Lónið hefur beitt sér í því sem snýr að mannlega þættinum í þeim aðstæðum sem enn eru uppi. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um mannauðsmálin en Mannauðsdagurinn verður haldinn á föstudag í Hörpu. Uppselt er á Mannauðsdaginn, en dagskrána má sjá hér. Hringdu í alla Ef horft er til jarðhræringanna á Reykjanesi er hægt að fara aftur til áranna 2020-2021. „Strax þá fórum við að undirbúa viðbragðsáætlanir félagsins við eldgosum, mögulegum rýmingum, að taka samtalið við okkar starfsfólk og svo framvegis. Þegar starfsfólk upplifir að vinnustaðurinn sé að taka mögulega hættu alvarlega skapar það vissa öryggistilfinningu hjá fólki og það hefur hjálpað,“ segir Sigrún en hún er ein fyrirlesara á Mannauðsdeginum á föstudag. Tímamót urðu hins vegar þann 10.nóvember árið 2023, þegar sú staða kom upp að rýma þurfti heilan bæ á svipstundu: Grindavík. „Við byrjuðum á því að grípa fólkið. Strax á laugardagsmorgninum hringdum við í allt okkar fólk sem bjó í Grindavík og buðum þeim að koma til okkar í skrifstofuhúsnæðið í Garðabæ.“. Um 800 manns starfa hjá Bláa Lóninu og í byrjun nóvember í fyrra bjuggu 134 starfsmenn í Grindavík. „Eðlilega var fólk í tilfinningalegu ástandi. Fólk var í geðshræringu og vissi ekki alveg hvað væri að gerast.“ Margir í þessum hópi eru af erlendu bergi brotnu en hlutfall fólks sem starfar í Bláa Lóninu og kemur erlendis frá er 45%, frá 40 þjóðum. Meðalaldur starfsfólks er 35 ára. Við hjálpuðum til við að finna húsnæði fyrir það fólk sem þurfti og allir voru líka tilbúnir til að leggja hönd á plóg. Til dæmis opnuðum við nytjamarkað og fleira á skrifstofunni okkar næstu daga og samstarfsfólk var að koma með hina ýmsu hluti til að hjálpa til og gefa samstarfsfólki sínu sem hafði þurft að yfirgefa heimilin sín með mjög stuttum fyrirvara.“ Sigrún rifjar þennan tíma líka upp með hlýju. „Á laugardeginum eftir rýminguna boðuðum við til samverustundar í skrifstofuhúsnæðiokkar í Garðabæ. Ekki aðeins fyrir fólk sem hafði þurft að flýja heimilin sín í Grindavík, heldur var öllu starfsfólki boðið að koma Og samstaðan og samhugurinn sem maður fann þar var mjög falleg upplifun.“ Morguninn eftir rýminguna í Grindavík þann 10.nóvember 2023, hringdi mannauðsteymið í alla starfsmenn félagsins sem búsettir voru í Grindavík á þeim tíma, alls 134 manns. Fyrirtækið aðstoðaði síðan við að finna húsnæði, setti upp nytjamarkað og ýmislegt fleira til að hjálpa til.Vísir/Vilhelm Rýmingin sjálf Sigrún segir samtalið vera mikilvægur liður í því að skapa öryggistilfinningu hjá starfsfólki í aðstæðum sem þessum. „En þá þarf líka allt að vera rætt og ekkert undanskilið. Aðeins þannig skapast traust.“ Annað hvað traustið varðar, segir Sigrún hafa falist í því að tryggja að starfsfólk væri að fá réttar upplýsingar. „Við höfum átt fjölda fundi með hinum ýmsum sérfræðingum og höfum lagt áherslu á að vera í beinu samtali við fagfólk um stöðu mála hverju sinni. . Allar upplýsingar eru síðan aðgengilegar okkar starfsfólki á innra netinu okkar og með tilliti til þess hvað það starfar hjá okkur fjölbreyttur hópur eru upplýsingarnar framsettar á íslensku og ensku.“ Hvað með fjölmiðla og fréttir, hefur óvissan sem stundum hefur verið uppi um hættur skapað ringulreið eða gert ykkur erfitt fyrir hvað varðar upplýsingamiðlun til starfsfólks? „Já það hefur alveg komið fyrir. Við höfum ekki farið þá leið að leiðrétta fréttir í fjölmiðlum fyrir starfsfólki, heldur að leggja áherslu á að miðla réttum upplýsingum til starfsfólks, bæði á innra neti okkar og einnig á vikulegum fundum með framkvæmdastjórn.“ Sigrún segir að það sem hafi reynst vel í rýmingunum sem upp hafa komið, er að í hverri deild eru nú rýmingarfulltrúar sem hafa fengið sérstaka þjálfun. Sigrún segir þessa fulltrúa sinna ómetanlegu hlutverki. „Við höfum lokað, þótt okkur hafi ekki endilega verið gert að loka. Þessar lokanir hafa meðal annars gefið okkur svigrúm til verklegra rýmingaræfinga.“ Hvernig fer þetta samt fram nákvæmlega? Ef starfsmaður er með vatn í fötu að þrífa eða að elda í potti á eldavél og svo framvegis, eiga bara allir að yfirgefa svæðið strax eða er gengið frá einhverju fyrst? „Þegar það er rýming þá er bara slökkt á öllu og svæðið yfirgefið hratt og örugglega en á yfirvegaðan hátt.“ Sigrún segir að markvisst sé dreginn lærdómur af hverri rýmingu. Sem sé mikilvægt því þá eru áætlanir og þjálfanir uppfærðar í takt við þann lærdóm. Eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað í þessu öllu saman er samt þessi samhugur og samstaða. Þjálfunin hefur til dæmis ekkert síður farið fram þannig að starfsfólkið er að styðja við, leiðbeina og styrkja hvort annað. Því við erum öll í þessu saman og það er eitt af því fallega sem hefur komið út úr þessu.“ Um 800 manns starfa hjá Bláa Lóninu, sem er með starfstöðvar á nokkrum stöðum. Margt starfsfólk er af erlendu bergi brotið en alls starfar fólk frá 40 þjóðum hjá Bláa Lóninu. Meðalaldur starfsfólks er 35 ár. Allar upplýsingar til starfsfólks eru veittar á ensku og íslensku.Vísir/Vilhelm En hvað þá með aðra mannauðsþætti sem stór vinnustaður eins og þessi er að öllu jöfnu að huga að? Starfsánægjumælingar. Starfsmannavelta. Veikindadagar eða markmið um fækkun þeirra. Vinnuandinn og kúltúrinn. Helgun starfsfólks. Og svo framvegis. „Já, þetta er auðvitað mikilvæg spurning því að auðvitað var mannauðsteymi Bláa Lónsins ekki stofnað í þeim tilgangi einum að takast á við krísur, heldur er hlutverk mannauðssviðs að styðja við mannauðsmálin í öllum þeim liðum sem mannauðsmálunum fylgja og þannig ýta undir árangur“ segir Sigrún og bætir við: „Við erum líka með starfstöðvar og starfsemi víðar á landinu en eingöngu í Svartsengi og mikilvægt að sinna þeim vel samhliða. .“ Heilt yfir segist Sigrún mjög stolt af því að tilheyra teymi eins og Bláa Lóns teyminu, við höfum náð að halda í kjarnann okkar og fara saman í gegnum þessa tíma. Við höfum fylgst vel með mælikvörðum á borð við starfsánægju, starfsmannaveltu, veikindahlutfall og höfum ekki verið að sjá stór frávik á þeim mælikvörðum þrátt fyrir tímana sem við höfum farið í gegnum. Það má rekja til þess að starfsandinn er góður og við ætlum saman í gegnum þessa tíma. Sigrún segir áherslurnar þó vissulega breytast og verða öðruvísi. „Við höfum lagt okkur fram við að sinna mannauðsmálum faglega, bæði hvað varðar það sem tengist jarðhræringum en einnig varðandi aðra þætti sem hverfa ekki á meðan,“ segir Sigrún og bætir við: „Núna í október er vitundavakning um breytingaskeiðið og áhrif þess innan vinnustaða. Við tökum þátt í þessu með fræðslu. En þetta snýst svolítið um að finna taktinn og rétta tímapunktinn því auðvitað væri það svolítið taktlaust að vera kannski með fræðslufund um svona mál, á viðkvæmum tímapunkti.“ Eitt af því sem hefur reynst mjög vel hjá Bláa Lóninu er að þar eru nú rýmingarfulltrúar á hverri deild, sem hafa hlotið sér þjálfun og sinna ómetanlegu hlutverki. Þá hafa lokunartímar verið nýttir til að þjálfa starfsfólk og segir Sigrún það hafa verið fallegt að upplifa hversu mikið starfsfólk er að þjálfa hvort annað og styðja við.Vísir/Vilhelm Almennt sé líka litið til þess að mannauðsteymið sé að stuðla að vellíðan og eflingu starfsmannahópsins í heild. „Við höfum til dæmis í langan tíma boðið upp á sálfræðiþjónustu fyrir okkar starfsfólk, sem nýttist vel í kjölfar eldgosa og rýminga. Við erum einnig með Vellíðunartorg Bláa Lónsins en þar gefst starfsfólki kostur á að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum í heilsueflandi þáttum. Því auðvitað reynir það á andlega heilsu fólks, að fara í gegnum svona atburði.“ Annað sem Sigrún segist telja að hafi gefist vel er að þegar lokanir voru sem mestar í kjölfar 10.nóvember 2023 var lögð áhersla á að halda öllum í virkni. „Það getur verið erfitt að vera heima dögum saman og stundum vikum því er mikilvægt að fólk hefur verið að hittast áfram þó að sé ekki að hittast þegar það mætti til vinnu.“ Til viðbótar hefur verið boðið upp á vinnustofur, hópefli og fleira á þeim tímum sem hefur verið lokað. „Einnig hvöttum við til hreyfingar og áfram gat starfsfólk nýtt sér líkamsræktarstyrki og aðgang að sundlaugum sem eru ein að fríðinum hjá Bláa Lóninu . En með því að halda hópnum alltaf í einhverri virkni efldist samstaðan, fólk hitti hvort annað, gat talað við hvort annað og svo framvegis.“ Sigrún segir lærdóminn líka dýrmætan. „Vissulega hefðum við stundum getað gert hlutina öðruvísi. En við höfum náð að skapa þannig menningu að mistök eru tækifæri til umbóta. En það hefur glatt mitt hjarta að sjá í gegnum allan þennan tíma hvað allt starfsfólkið stendur vel saman, því mannauðurinn okkar er svo sannanlega dýrmætasta auðlind fyrirtækisins. Það hefur verið ómetanlegt að upplifa samstöðuna, samhuginn og allt það fallega sem þessu hefur fylgt líka.“
Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42 Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði. Því breytingaskeið kvenna hefur oft áhrif á makann,“ segir Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks. 2. október 2024 07:00 Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00 Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. 4. október 2023 07:00 Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42
Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16
„Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði. Því breytingaskeið kvenna hefur oft áhrif á makann,“ segir Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks. 2. október 2024 07:00
Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. 5. október 2023 07:00
Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. 4. október 2023 07:00