Finnur til með Ten Hag og býður honum í glas Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 07:00 Vitor Bruno og Erik Ten Hag eiga margt sameiginlegt. getty / fotojet Vitor Bruno, þjálfari Porto, hefur boðið kollega sínum hjá Manchester United, Erik Ten Hag, upp á vínglas eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. Staða beggja þjálfara þykir ótrygg. Ten Hag hefur fengið að heyra það eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Tottenham um síðustu helgi. Sparkspekingarnir og fyrrum leikmenn liðsins, Gary Neville og Paul Scholes, voru meðal þeirra sem létu óánægju sína í ljós. Vitor Bruno er í sambærilegri stöðu hjá Porto. Stuðningsmenn kölluðu nýlega eftir afsögn hans með skriflegum skilaboðum á veggi skammt frá leikvangi liðsins. „Ég er líka undir smásjá. Við [þjálfarar] erum það allir,“ sagði Bruno á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Manchester United. „Það er þjálfari hjá Braga, Carlos Carvalhal, sem þekkir hann. Þeir ætluðu að hittast eftir leik og fá sér vínglas. Ef Ten Hag vill verða dyrnar opnar hjá mér eftir leik. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Svona er þetta líf. Mitt líka. Þegar maður tapar einum leik er maður í raun dauður.“ Bruno var þá spurður hvort honum þætti þetta góður tímapunktur til að mæta Manchester United, sem hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. „Það er akkúrat öfugt. Við sjáum þá alltaf sem ógn, enginn góður tími til að taka við þeim. Við þurfum að spila okkar leik og sýna þeim virðingu, mikla virðingu. Þeir hafa mikið af einstaklingsgæðum innanborðs og geta spilað sem frábært lið. Það þýðir ekki bara að horfa í nýjustu úrslit,“ sagði þjálfarinn þá. Leikur Porto og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Ten Hag hefur fengið að heyra það eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Tottenham um síðustu helgi. Sparkspekingarnir og fyrrum leikmenn liðsins, Gary Neville og Paul Scholes, voru meðal þeirra sem létu óánægju sína í ljós. Vitor Bruno er í sambærilegri stöðu hjá Porto. Stuðningsmenn kölluðu nýlega eftir afsögn hans með skriflegum skilaboðum á veggi skammt frá leikvangi liðsins. „Ég er líka undir smásjá. Við [þjálfarar] erum það allir,“ sagði Bruno á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Manchester United. „Það er þjálfari hjá Braga, Carlos Carvalhal, sem þekkir hann. Þeir ætluðu að hittast eftir leik og fá sér vínglas. Ef Ten Hag vill verða dyrnar opnar hjá mér eftir leik. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Svona er þetta líf. Mitt líka. Þegar maður tapar einum leik er maður í raun dauður.“ Bruno var þá spurður hvort honum þætti þetta góður tímapunktur til að mæta Manchester United, sem hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. „Það er akkúrat öfugt. Við sjáum þá alltaf sem ógn, enginn góður tími til að taka við þeim. Við þurfum að spila okkar leik og sýna þeim virðingu, mikla virðingu. Þeir hafa mikið af einstaklingsgæðum innanborðs og geta spilað sem frábært lið. Það þýðir ekki bara að horfa í nýjustu úrslit,“ sagði þjálfarinn þá. Leikur Porto og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira