Tína sveppi í íslenskri náttúru og nýta til fulls Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2024 10:32 Fjölskyldan er öll í sveppunum. Áhugi Íslendinga á því að tína og nýta matsveppi hefur stóraukist á undanförnum árum. Hjónin og matgæðingarnir Heiða Björg Tómasdóttir og Michele Rebora standa flestum framar þegar kemur að því að tína og matreiða íslenska matsveppi. Þau kenna áhorfendum að matreiða sveppa carpaccio, stórsteik úr kóngssveppi og sérstaka ítalska uppskrift sem fékk Slow Food forsprakka til að missa sig. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kíkja til þeirra hjóna og fá að sjá mismunandi aðferðir við það að matreiða og geyma þessar gjafir náttúrunnar. Michele er ítalskur og ólst upp við þá hefð að fara út í skó með körfu og tína sveppi. Þau hjónin segjast tína tíu mismunandi tegundir sveppa en hverjar eru þumalputtareglurnar og hvað ber að varast? Sigrún Ósk var mjög hrifin af sveppunum. „Þú byrjar á því að læra tína pípusveppi, sveppir sem eru með svona svampi undir. Það er öruggar að byrja svoleiðis. Á Íslandi eru þannig sveppir alltaf í lagi,“ segir Heiða en þau hjónin nefna til sögunnar rauða og hvíta berserkjasvepp sem er eitraður en til að borða þann svepp þarf mjög einbeittan brotavilja. Góð regla er að leita sér alltaf upplýsinga og má til að mynda gera það inni á Facebook-hópun Funga Íslands. Einna algengast er að fólk þurrki sveppi eða steiki og frysti til geymslu. En þau luma á þriðju aðferðinni. „Þetta er mjög algengt á mínum heimaslóðum í kringum Genoa en þeir eru snöggsoðnir í ediki og hvítvíni. Síðan sett í krukku og þar er bætt við lafviðarlaufi, negulnagla og pipar og stundum chilí. Síðan er sett jómfrúarolía og geymt í það minnsta kosti í þrjá mánuði,“ segir Michele og bætir við að þá sé hægt að byrja nota þá sveppi í kringum jólin en annars geymast þeir árum saman. Hann segir að það megi nýta sveppina eins og ólífur, eintóma sem snarl, ofan á pítsu eða sem meðlæti með mat. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig hægt sé að nýta sveppi úr íslenskri náttúru til matargerðar. Ísland í dag Matur Sveppir Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Hjónin og matgæðingarnir Heiða Björg Tómasdóttir og Michele Rebora standa flestum framar þegar kemur að því að tína og matreiða íslenska matsveppi. Þau kenna áhorfendum að matreiða sveppa carpaccio, stórsteik úr kóngssveppi og sérstaka ítalska uppskrift sem fékk Slow Food forsprakka til að missa sig. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kíkja til þeirra hjóna og fá að sjá mismunandi aðferðir við það að matreiða og geyma þessar gjafir náttúrunnar. Michele er ítalskur og ólst upp við þá hefð að fara út í skó með körfu og tína sveppi. Þau hjónin segjast tína tíu mismunandi tegundir sveppa en hverjar eru þumalputtareglurnar og hvað ber að varast? Sigrún Ósk var mjög hrifin af sveppunum. „Þú byrjar á því að læra tína pípusveppi, sveppir sem eru með svona svampi undir. Það er öruggar að byrja svoleiðis. Á Íslandi eru þannig sveppir alltaf í lagi,“ segir Heiða en þau hjónin nefna til sögunnar rauða og hvíta berserkjasvepp sem er eitraður en til að borða þann svepp þarf mjög einbeittan brotavilja. Góð regla er að leita sér alltaf upplýsinga og má til að mynda gera það inni á Facebook-hópun Funga Íslands. Einna algengast er að fólk þurrki sveppi eða steiki og frysti til geymslu. En þau luma á þriðju aðferðinni. „Þetta er mjög algengt á mínum heimaslóðum í kringum Genoa en þeir eru snöggsoðnir í ediki og hvítvíni. Síðan sett í krukku og þar er bætt við lafviðarlaufi, negulnagla og pipar og stundum chilí. Síðan er sett jómfrúarolía og geymt í það minnsta kosti í þrjá mánuði,“ segir Michele og bætir við að þá sé hægt að byrja nota þá sveppi í kringum jólin en annars geymast þeir árum saman. Hann segir að það megi nýta sveppina eins og ólífur, eintóma sem snarl, ofan á pítsu eða sem meðlæti með mat. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig hægt sé að nýta sveppi úr íslenskri náttúru til matargerðar.
Ísland í dag Matur Sveppir Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira