Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 11:09 Marcus Rashford skoraði í Portúgal í gærkvöld en var svo tekinn af velli eftir fyrri hálfleik. Getty/Eric Verhoeven Það vakti furðu margra að Marcus Rashford skyldi ekki mæta til leiks í seinni hálfleik, með Manchester United gegn Porto í Portúgal í gær, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Erik ten Hag segir ekki um meiðsli að ræða. United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti