Heimir með O'Shea í að lokka Delap Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 15:47 Liam Delap fagnar marki gegn Aston Villa. Getty/Julian Finney Heimir Hallgrímsson hefur eftirlátið aðstoðarmanni sínum John O‘Shea að vera í sambandi við Liam Delap, framherja Ipswich í ensku úrvalsdeildinni, í von um að geta valið hann í írska landsliðið í fótbolta. Liam Delap er 21 árs gamall Englendingur og hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Englands, nú síðast U21-landsliðinu í september. Hann er sonur innkastasérfræðingsins Rory Delap sem á sínum tíma lék ellefu leiki fyrir A-landslið Írlands, og hefði því getað valið að spila fyrir Írland í stað Englands. Írar hafa verið í sambandi við kappann. Með því að spila fyrir U21-landslið Englands í síðasta mánuði, orðinn 21 árs, lokaði Delap hins vegar á að spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA, en allt útlit er fyrir að reglunum verði breytt á næstunni þannig að Delap verði kleift að spila fyrir Írland. Það á nefnilega að hækka lágmarksaldur þannig að menn megi að hámarki hafa spilað þrjá landsleiki, þar af einn mótsleik, eftir 22 ára aldur (í stað 21), og samkvæmt nýju reglunum munu U-landsleikir ekki teljast með. „Hann veit að við höfum áhuga“ Heimir var spurður út í Delap og segir að dyrnar standi opnar fyrir hann. Best sé að O‘Shea sé í sambandi við hann en aðstoðarlandsliðsþjálfarinn spilaði á sínum tíma með Rory Delap í landsliðinu. „Ég veit bara hvaða hæfileika hann [Liam Delap] hefur. Á endanum er þetta alltaf ákvörðun hvers leikmanns. Hann veit að við höfum áhuga. Við töluðum um það fyrir síðasta landsliðsverkefni,“ sagði Heimir. „John [O‘Shea] er búinn að vera í sambandi við hann áður. Hann er betur tengdur leikmanninum en ég og það er engin ástæða til þess að það séu 3-4 menn í sama verkefninu,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02 Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Liam Delap er 21 árs gamall Englendingur og hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Englands, nú síðast U21-landsliðinu í september. Hann er sonur innkastasérfræðingsins Rory Delap sem á sínum tíma lék ellefu leiki fyrir A-landslið Írlands, og hefði því getað valið að spila fyrir Írland í stað Englands. Írar hafa verið í sambandi við kappann. Með því að spila fyrir U21-landslið Englands í síðasta mánuði, orðinn 21 árs, lokaði Delap hins vegar á að spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA, en allt útlit er fyrir að reglunum verði breytt á næstunni þannig að Delap verði kleift að spila fyrir Írland. Það á nefnilega að hækka lágmarksaldur þannig að menn megi að hámarki hafa spilað þrjá landsleiki, þar af einn mótsleik, eftir 22 ára aldur (í stað 21), og samkvæmt nýju reglunum munu U-landsleikir ekki teljast með. „Hann veit að við höfum áhuga“ Heimir var spurður út í Delap og segir að dyrnar standi opnar fyrir hann. Best sé að O‘Shea sé í sambandi við hann en aðstoðarlandsliðsþjálfarinn spilaði á sínum tíma með Rory Delap í landsliðinu. „Ég veit bara hvaða hæfileika hann [Liam Delap] hefur. Á endanum er þetta alltaf ákvörðun hvers leikmanns. Hann veit að við höfum áhuga. Við töluðum um það fyrir síðasta landsliðsverkefni,“ sagði Heimir. „John [O‘Shea] er búinn að vera í sambandi við hann áður. Hann er betur tengdur leikmanninum en ég og það er engin ástæða til þess að það séu 3-4 menn í sama verkefninu,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02 Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02
Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34