„Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. október 2024 08:00 Maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann segir Hafdís Jónsdóttir, betur þekkt sem Dísa í World Class. Sem í þessari viku heldur upp á tíu ára afmæli Organic skincare húðvörulínunnar, nýsköpun sem byggir á íslensku hugviti og er selt undir merkjum World Class. Í ár eru líka tuttugu ár frá því að Laugar Spa varð til. Vísir/Vilhelm „Ég vildi að Bjössi notaði húðvörur en vissi að það myndi ekkert þýða að vera þá með margar tegundir. Þá þyrfti ég alltaf að vera að segja honum hvað hann þyrfti að nota,“ segir Hafdís Jónsdóttir og hlær. „Þetta á að vera einfalt og hreint. Enda eru vörurnar okkar Unisex. Fyrir alla.“ Og er Bjössi farinn að nota húðvörur? „Já það var hægt að troða þessu upp á hann,“ svarar Dísa og skellihlær. Hann notar hreinsinn okkar fyrir rakstur og ber á sig serumið. Og pabbi líka! 93 ára. Hann alveg svoleiðis baðar sig í seruminu okkar. Enda segir hann að það séu allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur!“ Í ár eru tíu ár frá því að Laugar Spa fór að selja Organic skincare húðvörurnar sínar. Tuttugu ár frá því að Laugar opnuðu. Og að sögn Dísu um fimm til sjö ár þar til World Class opnar risastórt hótel og baðlón í Reykjanesbæ. Við skulum heyra helstu fréttir…. Það má með sanni segja að hugmyndin hafi gengið eftir um að Organic Skincare væri Unisex húðvörulína fyrir öll kyn og allan aldur. Því pabbi Dísu, 93 ára, einfaldlega baðar sig upp úr seruminu og frá fyrsta degi hefur Birgitta Líf unnið að vöruþróuninni með móður sinni. Enda þekkir hún varla að nota aðrar vörur. Að taka skrefið Almennt erum við vanari því að það sé Bjössi í World Class sem talar fyrir fyrirtækinu í fréttum fjölmiðla. Í dag ætlum við hins vegar að ræða við betri helminginn: Dísu. Til dæmis um það, hvers vegna að færa út kvíarnar með viðbót eins og húðvörum? „Hugmyndin kviknaði fljótlega eftir bankahrun. Þá vorum við Anna María snyrtifræðingur eitthvað að tala saman um húðvörur og hvað virkar og svo framvegis en hún var þá að hætta með verslun sem hún hafði rekið í Smáralind,“ segir Dísa og vísar þar til Önnu Maríu Ragnarsdóttur. „Anna María er má segja ofnæmispési. Sem þýðir að hún er algjör snillingur í öllu hvað varðar það að þróa og búa til lífrænar og hreinar húðvörur. Við þekktumst vegna þess að hún var alltaf að kenna hjá okkur.“ Loks spyr Anna María: „Dísa hefur þú aldrei spáð að vera með svona vörur í sölu hjá þér?“ Jú, svaraði Dísa. En bætti við að draumurinn hennar hefði þá alltaf verið sá að vera með húðvörulínu undir merkjum Laugar Spa. Og úr varð: Organic skincare. Þar sem áhersla er lögð á hreinleikann, að vörurnar séu ekki ofnæmisvaldandi en séreinkennið sé þessi Lemongrass lykt sem Laugar Spa hefur gert að sinni einkennislykt. Vörurnar eru íslenskt hugvit og handunnar og er Anna María enn í samstarfi við félagið fyrir framleiðsluna. „Mér hafði líka alltaf fundist vanta að lífrænar húðvörur væru í fallegum umbúðum. Og að sama varan hentaði fyrir alla í fjölskyldunni,“ segir Dísa og vísar þar til áðurnefnds dæmi um að fá Bjössa til að nota húðvörurnar. Sem í raun skýrir út hvers vegna húðvörurnar eru Unisex; fyrir öll kyn og aldur. „Þetta tók samt mörg ár og við byrjuðum ekkert strax, heldur fórum fram og til baka með þessa hugmynd og sömuleiðis þurfti líka að skoða framleiðsluna, aðlaga vörurnar og gera að okkar. Til dæmis varðandi Lemongrass lyktina. Árið 2014 var vörulínan okkar síðan loksins til. Við byrjuðum með átta vörur en núna eru þær tuttugu og fimm,“ segir Dísa og bætir við að framundan sé einmitt afmælisvika Organic Skincare, 7.-14.október. Sjálf segist Dísa aldrei hafa hugleitt aðra valkosti en að fara í lífræna framleiðslu. „Enda finnst mér að Ísland eigi að gera sig út á það. Að vera hrein og lífræn.“ En það er ekki bara það, því Dísa segir lífrænar húðvörur líka skipta máli fyrir ungt fólk. „Ungt fólk er farið að nota húðvörur í meira mæli en áður. Þá skiptir miklu máli að vörurnar séu hreinar og ekki uppfullar af einhverjum kemískum og óhöllum efnum.“ Þegar vörurþóunin hófst, leitaði Dísa mikið til Birgittu Líf dóttur sinnar. „Ég hafði auðvitað notað húðvörur lengi en Birgitta Líf var má segja nýr notandi og ég vildi heyra hvað hún segði. Ég leitaði því frekar mikið til hennar þegar við fórum af stað,“ segir Dísa og í samtalinu kemur fram að Organic skincare hafi í raun verið svolítið verkefni þeirra mæðgna innanhús. Við vorum einmitt eitthvað að tala um þetta um daginn og þá sagði Birgitta Líf: Mamma, ég hef eiginlega aldrei notað neinar aðrar húðvörur!“ segir Dísa og hlær. Enda var Birgitta Líf svo ung á þeim tíma. „En hún sagði líka: Enda sé ég ekkert eftir því. Ég er með frábæra húð.“ Dísa segir mjög gaman að geta unnið að nýsköpunarverkefni þegar fyrirtæki eru orðin nógu burðug til að geta það. Hún segir mikilvægt að hafa hugrekki til að prófa nýjar leiðir, þó þannig að ekki skyggi á fókusinn á kjarnastarfsseminni sjálfri. Að sama skapi þurfi fólk að hafa kjark og þor til að hætta við verkefni, ef þau ganga ekki upp.Vísir/Vilhelm Kjarkurinn til að þora En ræðum aðeins viðskiptahliðina. Árið 1985 opnaði World Class og árið 1988, rann Dansstúdíó Dísu inn í fyrirtækið. Þegar Laugar opnuðu 2004, veðjuðu sumir á að hlutirnir myndu ekki ganga upp. Þetta væri allt of stórt og viðamikið. Enda var stöðin mikil áhætta. Í skemmtilegu viðtali sem tekið var við World Class hjónin árið 2021, segir svo frá að hugmyndin um stóra stöð í Laugardal hafi ekki hlotið hljómgrunn í fyrstu. Það breyttist þó þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við borginni og segir Bjössi í viðtalinu að hún og Alfreð Þorsteinsson heitinn, sem og aðrir borgarfulltrúar, hafi stutt þétt við bakið á þeim. Að byggja svona stóra stöð og byrja með rekstur á spa samhliða, var stór ákvörðun. Í umræddu viðtali segir Birgitta Líf: „Ég man að mamma og pabbi sögðu við okkur að nú yrðu nánast engin jól og engar gjafir. Kannski myndi þetta takast en kannski myndum við missa allt. Ég bjóst allt eins við að við færum að búa í fellihýsinu!“ En eins og allir vita nú, hefur Laugar stöðin fyrir löngu sannað gildi sitt. Varstu alltaf með skýra sýn á hvernig spa þú vildir reka? „Nei alls ekki,“ svarar Dísa og hlær. Áður en maður vissi af, vorum við farin að reka snyrti- og nuddstofu og veitingastað og síðan bættust húðvörurnar við. Eina sem var samt ákveðið í upphafi var að reka spa. En þetta er gott dæmi um að maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann.“ Dísa segir samt mikilvægt að hafa hugrekki og þor til að þróa sig áfram, en líka að hætta við þegar hlutirnir ganga ekki upp. „Það er mjög gaman að fara í nýsköpun þegar fyrirtæki eru orðin það burðug að þau geta það. Og Organic skincare húðvörurnar eru dæmi um verkefni sem við réðumst í og hefur gengið frábærlega upp,“ segir Dísa en bætir við: Þetta kallar á visst hugrekki en að sama skapi er jafn mikilvægt að hætta við ef hugmyndir eru ekki að ganga upp. Þótt húðvörurnar hafi gengið svona vel og Laugar Spa, þá höfum við líka margreynt það að byrja með eitthvað nýtt, til dæmis í World Class, sem ekki hefur fengið hljómgrunn og þá verður maður að hafa þor og kjark til að hætta. Þótt verkefnið hafi þá þegar kostað bæði tíma og peninga.“ En hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur að fara til dæmis í útrás með Organic skincare? „Já, við höfum oft rætt það en alltaf ákveðið að gera það ekki. Því þetta er líka spurning um að halda fókusnum á aðalatriðinu. Húðvörurnar okkar eru eins og hliðarafurð, litla barnið okkar að hlúa vel að. En dag frá degi snýst lífið allt um World Class og kjarnastarfsemina okkar þar,“ segir Dísa og bætir við: „Að framleiða lífrænar húðvörur er eitthvað sem ég sé fyrir mér að halda áfram að vanda okkur við en sem litla framleiðslu. Ef maður ætlaði sér eitthvað stærra og meira, myndi það þýða að þá þyrfti maður að einhenda sér í þann bransa með fullum huga. Sem þó er ekki aðalbransinn minn.“ World Class fjölskyldan ber nafn með réttu því fyrir tveimur árum var fatamerki World Class Gym Wear frá 1985 endurvakið, en það er í umsjá Birgittu Lífar og Björns Boða. Mæðgurnar hafa unnið saman að vöruþróun og útfærslum Organic skincare frá því að það verkefni hófst og loks er það Bjössi, sem Dísa og krakkarnir segja vera þann sem alltaf fær stærstu draumana. Stórir draumar í vinnslu Það er gaman að spjalla við Dísu. Sem oftar en ekki hlær sínum dillandi hlátri. En verður alvarleg inn á milli og ljóst að hér er engin nýgræðingur á ferð í viðskiptum. „Ég held að lífrænt sé framtíðin,“ segir Dísa í spjalli. Sannfærð um að í lífræna framleiðslu munu æ fleiri leita á komandi árum. Ekki síst snyrtivörugeirinn. Útlitsdýrkun og æskudýrkun er líka lauslega rædd. „Já það verða víst alltaf einhverjir ginkeyptir fyrir því að kaupa einhverja krukku með einhverju sem sagt er vera yngingarmeðal. Sem við vitum auðvitað að virkar síðan ekki,“ segir Dísa og hlær. Fókusinn er skýr. „Já ég sé fyrir mér að húðvörurnar verði áfram lítil framleiðsla hjá okkur og aðeins innandyra. En við sendum oft til útlanda þótt við séum ekki að selja í útlöndum,“ segir Dísa og bætir við: „Því til okkar koma margir ferðamenn, kynnast vörunum okkar þá og panta þær þegar heim er komið.“ Dísa segir þau hjónin afar spennt fyrir stóra baðlóninu og hótelinu sem byggt verður í Reykjanesbæ undir merkjum World Class. Þá segir hún teikningar tilbúnar af heilsuræktarviðbyggingu í Sjálandi í Garðabæ, sem hún vonast til að bæjarstjórn og bæjarbúar taki vel í.Vísir/Vilhelm Í áðurnefndu fjölskylduviðtali við World Class hjónin og börnin þeirra: Birgittu Líf og Björn Boða, kemur vel fram að Dísa og krakkarnir vísa á Bjössa sem aðalhugmyndasmið og drifkraft stórra drauma. Og segja má að tíðinda sé að vænta. Þó ekki verði það fyrir alvöru fyrr en eftir fimm til sjö ár. Því þá er ætlunin að opna 200 herbergja hótel og stórt baðlón í Reykjanesbæ. „Já það er eiginlega búið að teikna allt og lónið verður má segja á besta stað við sjóinn í Reykjanesbæ. Vonandi getum við byrjað að bora eftir heitu vatni á næsta ári,“ segir Dísa. Eruð þið ekkert hrædd við jarðhræringar á Reykjanesskaga? „Nei þær eru ekki á þessu svæði,“ segir Dísa og brosir. En bætir við eftir smá stund. Við erum í alvörunni mjög spennt fyrir þessu og ætlum óhrædd að veðja á þetta svæði. Þetta er stórt lón, hótel, veitingastaðir og spa undir merkjum World Class og Laugar Spa. Með fallegu útsýni yfir Esjuna og allt hið glæsilegasta.“ Nýja lónið er þó ekki eina verkefnið sem stefnt er að. „Svo erum við komin með teikningar að nýrri heilsuræktarviðbyggingu við Sjáland í Garðabæ sem við bindum vonir við að bæjarstjórn og bæjarbúar taki vel í.” Dísa er líka ánægð með þau verkefni sem Birgitta Líf og Björn Boði standa að. „Fyrir tveimur árum endurvöktum við síðan World Class Gym Wear fatamerkið frá 1985 sem Birgitta Líf og Björn Boði sjá um. Allt slíkt er skemmtileg framlenging á vörumerkinu okkar." Þannig að þið eruð hvergi af baki dottin? „Nei,“ svarar Dísa af bragði og hlær sínum dillandi hlátri einu sinni enn. En þetta er eins og ég nefndi áðan: Maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Sem gerir þetta líka svo skemmtilegt.“ Nýsköpun Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Þetta á að vera einfalt og hreint. Enda eru vörurnar okkar Unisex. Fyrir alla.“ Og er Bjössi farinn að nota húðvörur? „Já það var hægt að troða þessu upp á hann,“ svarar Dísa og skellihlær. Hann notar hreinsinn okkar fyrir rakstur og ber á sig serumið. Og pabbi líka! 93 ára. Hann alveg svoleiðis baðar sig í seruminu okkar. Enda segir hann að það séu allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur!“ Í ár eru tíu ár frá því að Laugar Spa fór að selja Organic skincare húðvörurnar sínar. Tuttugu ár frá því að Laugar opnuðu. Og að sögn Dísu um fimm til sjö ár þar til World Class opnar risastórt hótel og baðlón í Reykjanesbæ. Við skulum heyra helstu fréttir…. Það má með sanni segja að hugmyndin hafi gengið eftir um að Organic Skincare væri Unisex húðvörulína fyrir öll kyn og allan aldur. Því pabbi Dísu, 93 ára, einfaldlega baðar sig upp úr seruminu og frá fyrsta degi hefur Birgitta Líf unnið að vöruþróuninni með móður sinni. Enda þekkir hún varla að nota aðrar vörur. Að taka skrefið Almennt erum við vanari því að það sé Bjössi í World Class sem talar fyrir fyrirtækinu í fréttum fjölmiðla. Í dag ætlum við hins vegar að ræða við betri helminginn: Dísu. Til dæmis um það, hvers vegna að færa út kvíarnar með viðbót eins og húðvörum? „Hugmyndin kviknaði fljótlega eftir bankahrun. Þá vorum við Anna María snyrtifræðingur eitthvað að tala saman um húðvörur og hvað virkar og svo framvegis en hún var þá að hætta með verslun sem hún hafði rekið í Smáralind,“ segir Dísa og vísar þar til Önnu Maríu Ragnarsdóttur. „Anna María er má segja ofnæmispési. Sem þýðir að hún er algjör snillingur í öllu hvað varðar það að þróa og búa til lífrænar og hreinar húðvörur. Við þekktumst vegna þess að hún var alltaf að kenna hjá okkur.“ Loks spyr Anna María: „Dísa hefur þú aldrei spáð að vera með svona vörur í sölu hjá þér?“ Jú, svaraði Dísa. En bætti við að draumurinn hennar hefði þá alltaf verið sá að vera með húðvörulínu undir merkjum Laugar Spa. Og úr varð: Organic skincare. Þar sem áhersla er lögð á hreinleikann, að vörurnar séu ekki ofnæmisvaldandi en séreinkennið sé þessi Lemongrass lykt sem Laugar Spa hefur gert að sinni einkennislykt. Vörurnar eru íslenskt hugvit og handunnar og er Anna María enn í samstarfi við félagið fyrir framleiðsluna. „Mér hafði líka alltaf fundist vanta að lífrænar húðvörur væru í fallegum umbúðum. Og að sama varan hentaði fyrir alla í fjölskyldunni,“ segir Dísa og vísar þar til áðurnefnds dæmi um að fá Bjössa til að nota húðvörurnar. Sem í raun skýrir út hvers vegna húðvörurnar eru Unisex; fyrir öll kyn og aldur. „Þetta tók samt mörg ár og við byrjuðum ekkert strax, heldur fórum fram og til baka með þessa hugmynd og sömuleiðis þurfti líka að skoða framleiðsluna, aðlaga vörurnar og gera að okkar. Til dæmis varðandi Lemongrass lyktina. Árið 2014 var vörulínan okkar síðan loksins til. Við byrjuðum með átta vörur en núna eru þær tuttugu og fimm,“ segir Dísa og bætir við að framundan sé einmitt afmælisvika Organic Skincare, 7.-14.október. Sjálf segist Dísa aldrei hafa hugleitt aðra valkosti en að fara í lífræna framleiðslu. „Enda finnst mér að Ísland eigi að gera sig út á það. Að vera hrein og lífræn.“ En það er ekki bara það, því Dísa segir lífrænar húðvörur líka skipta máli fyrir ungt fólk. „Ungt fólk er farið að nota húðvörur í meira mæli en áður. Þá skiptir miklu máli að vörurnar séu hreinar og ekki uppfullar af einhverjum kemískum og óhöllum efnum.“ Þegar vörurþóunin hófst, leitaði Dísa mikið til Birgittu Líf dóttur sinnar. „Ég hafði auðvitað notað húðvörur lengi en Birgitta Líf var má segja nýr notandi og ég vildi heyra hvað hún segði. Ég leitaði því frekar mikið til hennar þegar við fórum af stað,“ segir Dísa og í samtalinu kemur fram að Organic skincare hafi í raun verið svolítið verkefni þeirra mæðgna innanhús. Við vorum einmitt eitthvað að tala um þetta um daginn og þá sagði Birgitta Líf: Mamma, ég hef eiginlega aldrei notað neinar aðrar húðvörur!“ segir Dísa og hlær. Enda var Birgitta Líf svo ung á þeim tíma. „En hún sagði líka: Enda sé ég ekkert eftir því. Ég er með frábæra húð.“ Dísa segir mjög gaman að geta unnið að nýsköpunarverkefni þegar fyrirtæki eru orðin nógu burðug til að geta það. Hún segir mikilvægt að hafa hugrekki til að prófa nýjar leiðir, þó þannig að ekki skyggi á fókusinn á kjarnastarfsseminni sjálfri. Að sama skapi þurfi fólk að hafa kjark og þor til að hætta við verkefni, ef þau ganga ekki upp.Vísir/Vilhelm Kjarkurinn til að þora En ræðum aðeins viðskiptahliðina. Árið 1985 opnaði World Class og árið 1988, rann Dansstúdíó Dísu inn í fyrirtækið. Þegar Laugar opnuðu 2004, veðjuðu sumir á að hlutirnir myndu ekki ganga upp. Þetta væri allt of stórt og viðamikið. Enda var stöðin mikil áhætta. Í skemmtilegu viðtali sem tekið var við World Class hjónin árið 2021, segir svo frá að hugmyndin um stóra stöð í Laugardal hafi ekki hlotið hljómgrunn í fyrstu. Það breyttist þó þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við borginni og segir Bjössi í viðtalinu að hún og Alfreð Þorsteinsson heitinn, sem og aðrir borgarfulltrúar, hafi stutt þétt við bakið á þeim. Að byggja svona stóra stöð og byrja með rekstur á spa samhliða, var stór ákvörðun. Í umræddu viðtali segir Birgitta Líf: „Ég man að mamma og pabbi sögðu við okkur að nú yrðu nánast engin jól og engar gjafir. Kannski myndi þetta takast en kannski myndum við missa allt. Ég bjóst allt eins við að við færum að búa í fellihýsinu!“ En eins og allir vita nú, hefur Laugar stöðin fyrir löngu sannað gildi sitt. Varstu alltaf með skýra sýn á hvernig spa þú vildir reka? „Nei alls ekki,“ svarar Dísa og hlær. Áður en maður vissi af, vorum við farin að reka snyrti- og nuddstofu og veitingastað og síðan bættust húðvörurnar við. Eina sem var samt ákveðið í upphafi var að reka spa. En þetta er gott dæmi um að maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann.“ Dísa segir samt mikilvægt að hafa hugrekki og þor til að þróa sig áfram, en líka að hætta við þegar hlutirnir ganga ekki upp. „Það er mjög gaman að fara í nýsköpun þegar fyrirtæki eru orðin það burðug að þau geta það. Og Organic skincare húðvörurnar eru dæmi um verkefni sem við réðumst í og hefur gengið frábærlega upp,“ segir Dísa en bætir við: Þetta kallar á visst hugrekki en að sama skapi er jafn mikilvægt að hætta við ef hugmyndir eru ekki að ganga upp. Þótt húðvörurnar hafi gengið svona vel og Laugar Spa, þá höfum við líka margreynt það að byrja með eitthvað nýtt, til dæmis í World Class, sem ekki hefur fengið hljómgrunn og þá verður maður að hafa þor og kjark til að hætta. Þótt verkefnið hafi þá þegar kostað bæði tíma og peninga.“ En hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur að fara til dæmis í útrás með Organic skincare? „Já, við höfum oft rætt það en alltaf ákveðið að gera það ekki. Því þetta er líka spurning um að halda fókusnum á aðalatriðinu. Húðvörurnar okkar eru eins og hliðarafurð, litla barnið okkar að hlúa vel að. En dag frá degi snýst lífið allt um World Class og kjarnastarfsemina okkar þar,“ segir Dísa og bætir við: „Að framleiða lífrænar húðvörur er eitthvað sem ég sé fyrir mér að halda áfram að vanda okkur við en sem litla framleiðslu. Ef maður ætlaði sér eitthvað stærra og meira, myndi það þýða að þá þyrfti maður að einhenda sér í þann bransa með fullum huga. Sem þó er ekki aðalbransinn minn.“ World Class fjölskyldan ber nafn með réttu því fyrir tveimur árum var fatamerki World Class Gym Wear frá 1985 endurvakið, en það er í umsjá Birgittu Lífar og Björns Boða. Mæðgurnar hafa unnið saman að vöruþróun og útfærslum Organic skincare frá því að það verkefni hófst og loks er það Bjössi, sem Dísa og krakkarnir segja vera þann sem alltaf fær stærstu draumana. Stórir draumar í vinnslu Það er gaman að spjalla við Dísu. Sem oftar en ekki hlær sínum dillandi hlátri. En verður alvarleg inn á milli og ljóst að hér er engin nýgræðingur á ferð í viðskiptum. „Ég held að lífrænt sé framtíðin,“ segir Dísa í spjalli. Sannfærð um að í lífræna framleiðslu munu æ fleiri leita á komandi árum. Ekki síst snyrtivörugeirinn. Útlitsdýrkun og æskudýrkun er líka lauslega rædd. „Já það verða víst alltaf einhverjir ginkeyptir fyrir því að kaupa einhverja krukku með einhverju sem sagt er vera yngingarmeðal. Sem við vitum auðvitað að virkar síðan ekki,“ segir Dísa og hlær. Fókusinn er skýr. „Já ég sé fyrir mér að húðvörurnar verði áfram lítil framleiðsla hjá okkur og aðeins innandyra. En við sendum oft til útlanda þótt við séum ekki að selja í útlöndum,“ segir Dísa og bætir við: „Því til okkar koma margir ferðamenn, kynnast vörunum okkar þá og panta þær þegar heim er komið.“ Dísa segir þau hjónin afar spennt fyrir stóra baðlóninu og hótelinu sem byggt verður í Reykjanesbæ undir merkjum World Class. Þá segir hún teikningar tilbúnar af heilsuræktarviðbyggingu í Sjálandi í Garðabæ, sem hún vonast til að bæjarstjórn og bæjarbúar taki vel í.Vísir/Vilhelm Í áðurnefndu fjölskylduviðtali við World Class hjónin og börnin þeirra: Birgittu Líf og Björn Boða, kemur vel fram að Dísa og krakkarnir vísa á Bjössa sem aðalhugmyndasmið og drifkraft stórra drauma. Og segja má að tíðinda sé að vænta. Þó ekki verði það fyrir alvöru fyrr en eftir fimm til sjö ár. Því þá er ætlunin að opna 200 herbergja hótel og stórt baðlón í Reykjanesbæ. „Já það er eiginlega búið að teikna allt og lónið verður má segja á besta stað við sjóinn í Reykjanesbæ. Vonandi getum við byrjað að bora eftir heitu vatni á næsta ári,“ segir Dísa. Eruð þið ekkert hrædd við jarðhræringar á Reykjanesskaga? „Nei þær eru ekki á þessu svæði,“ segir Dísa og brosir. En bætir við eftir smá stund. Við erum í alvörunni mjög spennt fyrir þessu og ætlum óhrædd að veðja á þetta svæði. Þetta er stórt lón, hótel, veitingastaðir og spa undir merkjum World Class og Laugar Spa. Með fallegu útsýni yfir Esjuna og allt hið glæsilegasta.“ Nýja lónið er þó ekki eina verkefnið sem stefnt er að. „Svo erum við komin með teikningar að nýrri heilsuræktarviðbyggingu við Sjáland í Garðabæ sem við bindum vonir við að bæjarstjórn og bæjarbúar taki vel í.” Dísa er líka ánægð með þau verkefni sem Birgitta Líf og Björn Boði standa að. „Fyrir tveimur árum endurvöktum við síðan World Class Gym Wear fatamerkið frá 1985 sem Birgitta Líf og Björn Boði sjá um. Allt slíkt er skemmtileg framlenging á vörumerkinu okkar." Þannig að þið eruð hvergi af baki dottin? „Nei,“ svarar Dísa af bragði og hlær sínum dillandi hlátri einu sinni enn. En þetta er eins og ég nefndi áðan: Maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Sem gerir þetta líka svo skemmtilegt.“
Nýsköpun Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30
Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02