Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 07:31 Orhan Erdemir og Elif Karaarslan fá ekki lengur að koma nálægt eftirlitsstörfum og dómgæslu á leikjum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Hin 24 ára gamla Elif Karaarslan og hinn 61 árs gamli Orhan Erdemir eru bæði komin í ævilangt bann frá dómgæslu eftir að kynlífsmyndbandi af þeim var dreift á samfélagsmiðlum. Karaarslan hafði verið að dæma í neðri deildum tyrkneska fótboltans og Erdemir, sem er fyrrverandi dómari, hafði starfað sem dómaraeftirlitsmaður á leikjum. Samkvæmt tyrkneskum miðlum hefur tyrkneska knattspyrnusambandið nú sett þau bæði í ævilangt bann vegna myndbandsins, en Karaarslan hefur lýst því yfir að hún hyggist leita réttar síns og að það sé ekki hún sem sjáist á myndbandinu. Karaarslan er með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram og hefur verið dugleg að veita þeim innsýn inn í líf dómarans, með myndum og myndböndum af sér á fótboltaleikvöngum. Hún var áður leikmaður Besiktas en hóf dómarastörf eftir að hafa slitið krossband í hné. Nú virðist sem að leikirnir verði ekki fleiri. View this post on Instagram A post shared by Elif KARAARSLAN (@elifkaraarslan_17) Hið sama má segja varðandi eftirlitsmanninn Erdemir, sem áður dæmdi í efstu deild Tyrklands og var með alþjóðleg dómararéttindi. Hann segir myndbandinu hafa verið dreift án hans leyfis: „Ég hef verið sviptur heiðri mínum og fjölskyldu minnar, vinskap og þátttöku í dómarasamfélaginu. Fyrir utan fjárhagslega skaðann þá er tilfinningalegi skaðinn meiri en orð fá lýst,“ er haft eftir Erdemir í Akdeniz Gercek Gazetesi. Segist ekki vera á myndbandinu Játning Erdemir virðist hafa skipt sköpum í þeirri ákvörðun tyrkneska sambandsins að dæma þau Karaaslan í ævilangt bann. Hún hafði haldið því fram að hún væri ekki á myndbandinu. „Reynt hefur verið að bendla mig við þetta myndband en það hefur ekkert með mig að gera og myndgæðin eru verulega slæm. Manneskjan á myndbandinu er ekki ég og svona alvarlegar ásakanir eru árás á mig sem konu. Ég kem hvergi nálægt þessu myndbandi og því var aldrei deilt á neinum af mínum samfélagsmiðlum,“ sagði Karaaslan. Hún skrifaði á Instagram: „Þetta verður langt, lagalegt ferli en við munum koma út úr því sterkrai. Ég hlakka til að njóta fulls stuðnings ykkar og ástar allan tímann. Ég ætla ekki að gráta, væla eða vera sorgmædd – það er ekki ég. Ég mun berjast fyrir mínu allt til enda. Ég er bara ein af þessum sem fólk vill reyna að særa og vonandi er ég sú síðasta.“ Tyrkneski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Karaarslan hafði verið að dæma í neðri deildum tyrkneska fótboltans og Erdemir, sem er fyrrverandi dómari, hafði starfað sem dómaraeftirlitsmaður á leikjum. Samkvæmt tyrkneskum miðlum hefur tyrkneska knattspyrnusambandið nú sett þau bæði í ævilangt bann vegna myndbandsins, en Karaarslan hefur lýst því yfir að hún hyggist leita réttar síns og að það sé ekki hún sem sjáist á myndbandinu. Karaarslan er með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram og hefur verið dugleg að veita þeim innsýn inn í líf dómarans, með myndum og myndböndum af sér á fótboltaleikvöngum. Hún var áður leikmaður Besiktas en hóf dómarastörf eftir að hafa slitið krossband í hné. Nú virðist sem að leikirnir verði ekki fleiri. View this post on Instagram A post shared by Elif KARAARSLAN (@elifkaraarslan_17) Hið sama má segja varðandi eftirlitsmanninn Erdemir, sem áður dæmdi í efstu deild Tyrklands og var með alþjóðleg dómararéttindi. Hann segir myndbandinu hafa verið dreift án hans leyfis: „Ég hef verið sviptur heiðri mínum og fjölskyldu minnar, vinskap og þátttöku í dómarasamfélaginu. Fyrir utan fjárhagslega skaðann þá er tilfinningalegi skaðinn meiri en orð fá lýst,“ er haft eftir Erdemir í Akdeniz Gercek Gazetesi. Segist ekki vera á myndbandinu Játning Erdemir virðist hafa skipt sköpum í þeirri ákvörðun tyrkneska sambandsins að dæma þau Karaaslan í ævilangt bann. Hún hafði haldið því fram að hún væri ekki á myndbandinu. „Reynt hefur verið að bendla mig við þetta myndband en það hefur ekkert með mig að gera og myndgæðin eru verulega slæm. Manneskjan á myndbandinu er ekki ég og svona alvarlegar ásakanir eru árás á mig sem konu. Ég kem hvergi nálægt þessu myndbandi og því var aldrei deilt á neinum af mínum samfélagsmiðlum,“ sagði Karaaslan. Hún skrifaði á Instagram: „Þetta verður langt, lagalegt ferli en við munum koma út úr því sterkrai. Ég hlakka til að njóta fulls stuðnings ykkar og ástar allan tímann. Ég ætla ekki að gráta, væla eða vera sorgmædd – það er ekki ég. Ég mun berjast fyrir mínu allt til enda. Ég er bara ein af þessum sem fólk vill reyna að særa og vonandi er ég sú síðasta.“
Tyrkneski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira