Lífið

For­seta­hjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Leikhópurinn tók vel á móti gestum leikhússins fyrir utan dyr þess.
Leikhópurinn tók vel á móti gestum leikhússins fyrir utan dyr þess.

Mikið var um dýrðir þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi bráðfyndna útilegufarsann Eltum veðrið síðastliðið föstudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru sjálf forsetahjónin.

Mikið var um dýrðir þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi bráðfyndna útilegufarsann Eltum veðrið síðastliðið föstudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru sjálf forsetahjónin.

Sýningin er samið af mörgum fremstu gamanleikurum þjóðarinnar úr leikhópi Þjóðleikhússins. Það er unnið upp úr missönnum sögum af útilegum á Íslandi þar sem allt fer í steik.

Skrautlegur vinahópur heldur í sína árlegu útilegu þar sem allt þarf að vera á sínum stað – rétta stæðið fyrir hjólhýsin, moðsteikta holulambið, sándboxið og allt hitt. En nú er samt ekkert eins og það var, því það vantar eina í hópinn. Hver og einn er með sínar hugmyndir um það hvernig eigi að bregðast við nýrri stöðu og hin árlega samkoma vinahópsins tekur óvænta og stórvarasama stefnu.

Halli melló og Ilmur taka lagið.

Forsetahjónin á spjalli við Þjóðleikhúshjónin Magnús Geir og Ingibjörgu.

Fjögur bros!

Felix Bergsson í góðra vina hópi.

Matthías Tryggvi Haraldsson í góðum gír.

Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son og Rósa Bjök Sveins­dótt­ir.

Tískusérfræðingar landsins létu sig ekki vanta.

Hattar og sólgleraugu virka innandyra sem utan.

Hulda Hlín Ragnars og Þór Bæring.

Álfrún Pálsdóttir var í litríkum klæðnaði með litríku fólki.

Sigrún Eðvarsdóttir og Tinni Sveinsson kunna vel við sig í leikhúsinu.

Þóra Karítas Árnadóttir var meðal gesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×