Ældi á heimavöll Sædísar sem þurfti að bíða Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:31 Estelle Cascarino með boltann í leiknum í gær, en hún kastaði upp á gervigrasið, í leiknum við Sædísi Rún Heiðarsdóttur og stöllur í Vålerenga. Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn. Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira