„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2024 08:02 Jóhann Berg í baráttunni gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í síðasta landsleikjaglugga Vísir/Hulda Margrét „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira