Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2024 11:00 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Getty Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. Leikmenn Wales mæta á Laugardalsvöll með mikið sjálfstraust eftir góða byrjun undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Craig Bellamy. Wales er enn taplaust eftir fyrstu tvo leiki sína í stjórnartíð Bellamy í kjölfar jafnteflis gegn Tyrklandi og sigurs gegn Svartfjallalandi. Wales er með einu stigi meira en Ísland í 2.sæti riðilsins í B-deild Þjóðadeildarinnar en með sigri í kvöld getur Ísland lyft sér upp fyrir Wales. Einbeitingin hjá okkar mönnum hefur farið á eigin frammistöðu í aðdraganda leiksins. Erfitt er að lesa í leik Wales svo snemma inn í þjálfaratíð Bellamy. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að greina þá,“ segir Hareide. „Þeir hafa aðeins spilað tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara. Áttu góða frammistöðu á heimavelli gegn góðu liði Tyrkja og náðu þar jafntefli. Við sáum þar brot af því sem Wales getur komið með að borðinu. Þeir eru með góða og fljóta kantmenn. Þá eru þeir með góða leikmenn í öðrum stöðum. Góða og stöðuga leikmenn.“ „Þá er nær ógerlegt að taka eitthvað úr leik þeirra gegn Svartfjallalandi í síðustu umferð vegna veðurfarslegra aðstæðna sem voru ríkjandi í Svartfjallalandi þegar að leikurinn fór fram sem og ástand vallarins. Við höfum því sett einbeitinguna á okkar eigin leiki í undirbúningi fyrir þennan leik. Við viljum gera okkur það kleift að standa okkur vel hérna á heimavelli. Við eigum að geta það á móti hvaða liði sem er hér á Laugardalsvelli. Undirbúningurinn hefur snúið að því að við verðum sem best í stakk búnir að geta náð fram okkar bestu frammistöðu gegn Wales.“ Varðandi stöðuna á leikmannahópnum í aðdraganda leiksins hafði Hareide þetta að segja: „Mér finnst við á betri stað núna heldur en í síðasta verkefni. Margir af okkar leikmönnum voru að skipta um félög í sumar í aðdraganda síðasta verkefnis. Leikmenn eru farnir að spila reglulega núna. Þeir eru í betra standi. Við erum á góðum stað núna. Höldum áfram að vinna með sömu hlutina. Það er mikilvægt sökum þess hversu lítinn tíma við fáum saman. Vonandi getum við sýnt góða frammistöðu á móti Wales.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira
Leikmenn Wales mæta á Laugardalsvöll með mikið sjálfstraust eftir góða byrjun undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Craig Bellamy. Wales er enn taplaust eftir fyrstu tvo leiki sína í stjórnartíð Bellamy í kjölfar jafnteflis gegn Tyrklandi og sigurs gegn Svartfjallalandi. Wales er með einu stigi meira en Ísland í 2.sæti riðilsins í B-deild Þjóðadeildarinnar en með sigri í kvöld getur Ísland lyft sér upp fyrir Wales. Einbeitingin hjá okkar mönnum hefur farið á eigin frammistöðu í aðdraganda leiksins. Erfitt er að lesa í leik Wales svo snemma inn í þjálfaratíð Bellamy. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að greina þá,“ segir Hareide. „Þeir hafa aðeins spilað tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara. Áttu góða frammistöðu á heimavelli gegn góðu liði Tyrkja og náðu þar jafntefli. Við sáum þar brot af því sem Wales getur komið með að borðinu. Þeir eru með góða og fljóta kantmenn. Þá eru þeir með góða leikmenn í öðrum stöðum. Góða og stöðuga leikmenn.“ „Þá er nær ógerlegt að taka eitthvað úr leik þeirra gegn Svartfjallalandi í síðustu umferð vegna veðurfarslegra aðstæðna sem voru ríkjandi í Svartfjallalandi þegar að leikurinn fór fram sem og ástand vallarins. Við höfum því sett einbeitinguna á okkar eigin leiki í undirbúningi fyrir þennan leik. Við viljum gera okkur það kleift að standa okkur vel hérna á heimavelli. Við eigum að geta það á móti hvaða liði sem er hér á Laugardalsvelli. Undirbúningurinn hefur snúið að því að við verðum sem best í stakk búnir að geta náð fram okkar bestu frammistöðu gegn Wales.“ Varðandi stöðuna á leikmannahópnum í aðdraganda leiksins hafði Hareide þetta að segja: „Mér finnst við á betri stað núna heldur en í síðasta verkefni. Margir af okkar leikmönnum voru að skipta um félög í sumar í aðdraganda síðasta verkefnis. Leikmenn eru farnir að spila reglulega núna. Þeir eru í betra standi. Við erum á góðum stað núna. Höldum áfram að vinna með sömu hlutina. Það er mikilvægt sökum þess hversu lítinn tíma við fáum saman. Vonandi getum við sýnt góða frammistöðu á móti Wales.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira