Það eru gerðar fjórar breytingar á íslenska liðinu frá 3-1 tapinu gegn Tyrklandi ytra í síðasta mánuði.
Sverrir Ingi Ingason var ekki með í september en er nú heill heilsu. Arnór Ingvi Traustason var þá sömuleiðis að jafna sig af meiðslum en kom inn á gegn Tyrkjum. Sverrir Ingi byrjar en Arnór Ingvi er áfram á bekknum.
Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum ungu framherjana Orra Stein Óskarsson og Andra Lucas Guðjohnsen byrja saman í framlínunni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út.
Jón Dagur Þorsteinsson er áfram í liðinu og spilar því fertugasta landsleikinn sinn í Laugardalnum í kvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson, Hjörtur Hermannsson, Mikael Anderson og Gylfi Þór Sigurðsson detta hins vegar allir út úr byrjunarliðinu en í þeirra stað koma inn í liðið þeir Sverrir Ingi, Orri Steinn, Willum Þór Willumsson og Valgeir Lunddal Friðriksson.
Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport. Það verður einnig fylgst vel með leiknum hér á Vísi og hann gerður vel upp þegar leik lýkur.

-
Byrjunarliðið á móti Wales:
- Hákon Rafn Valdimarsson
- --
- Valgeir Lunddal Friðriksson
- Daníel Leó Grétarsson
- Sverrir Ingi Ingason
- Kolbeinn Birgir Finnsson
- --
- Willum Þór Willumsson
- Stefán Teitur Þórðarson
- Jóhann Berg Guðmundsson
- Jón Dagur Þorsteinsson
- --
- Orri Steinn Óskarsson
- Andri Lucas Guðjohnsen