„Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:08 Jóhann Berg neyddist af velli undir lok leiks, en vonar að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða. vísir / anton brink „Svart og hvítt hjá okkur þessir tveir hálfleikar. Í fyrri hálfleik ná þeir að spila sig út úr pressunni, við náðum ekki að klukka þá og okkur vantaði kraft í pressuna. Töluðum um það í hálfleik og gerðum töluvert betur í seinni hálfleik, allt annað að sjá liðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson eftir 2-2 endurkomujafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti