„Við munum læra margt af þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:37 Craig Bellamy er fyrir miðju. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Þið pressuðuð bara hærra,“ sagði Craig Bellamy, þjálfari Wales, aðspurður hverju íslenska liðið hefði breytt í hálfleik til að snúa leiknum sér í vil. Wales var tveimur mörkum yfir og hafði verið mun hættulegri aðilinn þegar flautað var til hálfleiks, en Ísland jafnaði leikinn og komst grátlega nálægt því að setja sigurmarkið undir lokin. „Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
„Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira