ÍR náði í stig gegn Fram og Selfoss hrekkti Eyjakonur Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:54 Stjörnukonur náðu að stöðva Gróttu á Nesinu í dag og fagna flottum sigri. vísir/Anton Óhætt er að segja að spennan hafi verið gríðarleg í leikjum dagsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Tvö jafntefli voru gerð og Stjarnan vann Gróttu með tveggja marka mun. Úrslitin í dag: ÍR - Fram 20-20 Grótta - Stjarnan 22-24 ÍBV - Selfoss 24-24 Valur - Haukar 28-22 Minnsta spennan var á Hlíðarenda þar sem meistarar Vals unnu sex marka sigur gegn Haukum, 28-22, sem hægt er að lesa um með því að smella hér að neðan. Í Breiðholti náðu ÍR-ingar óvænt í sitt annað stig á tímabilinu, með því að gera 20-20 jafntefli við Framkonur sem þar með missa Val þremur stigum frá sér á toppi deildarinnar. Fram komst í 20-17 en heimakonur skelltu þá í lás og náðu að skora þrjú síðustu mörkin. Staðan var raunar orðin jöfn þegar enn voru þrjár mínútur eftir en hvorugt liðið náði að finna sigurmark. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR og þær Hanna Karen Ólafsdóttir og Sylvía Sigríður Jónsdóttir fjögur mörk hvor. Hjá Fram voru Steinunn Björnsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín með fimm mörk hvor. Selfoss sótti stig til Eyja ÍBV og Selfoss gerðu einnig jafntefli, 24-24, í suðurlandsslagnum í Vestmannaeyjum. ÍBV var yfir stærstan hluta seinni hálfleiks og komst til að mynda í 20-16 en þá skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og komust yfir. ÍBV náði þó forystunni á ný en Hulda Dís Þrastardóttir jafnaði metin í 24-24 með lokamarki leiksins, rúmri mínútu fyrir leikslok. Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst hjá Selfossi með átta mörk og Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm. Hjá ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir markahæst með níu mörk og Sunna Jónsdóttir skoraði fimm. Stjarnan vann á Nesinu Loks vann Stjarnan 24-22 sigur gegn Gróttu á útivelli, eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik. Embla Steindórsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sex mörk og þær Tinna Sigurrós Traustadóttir og Anna Lára Davíðsdóttir skoruðu fjögur hvor. Katrín Helga Sigurbergsdóttir var markahæst hjá Gróttu með sex mörk. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Úrslitin í dag: ÍR - Fram 20-20 Grótta - Stjarnan 22-24 ÍBV - Selfoss 24-24 Valur - Haukar 28-22 Minnsta spennan var á Hlíðarenda þar sem meistarar Vals unnu sex marka sigur gegn Haukum, 28-22, sem hægt er að lesa um með því að smella hér að neðan. Í Breiðholti náðu ÍR-ingar óvænt í sitt annað stig á tímabilinu, með því að gera 20-20 jafntefli við Framkonur sem þar með missa Val þremur stigum frá sér á toppi deildarinnar. Fram komst í 20-17 en heimakonur skelltu þá í lás og náðu að skora þrjú síðustu mörkin. Staðan var raunar orðin jöfn þegar enn voru þrjár mínútur eftir en hvorugt liðið náði að finna sigurmark. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR og þær Hanna Karen Ólafsdóttir og Sylvía Sigríður Jónsdóttir fjögur mörk hvor. Hjá Fram voru Steinunn Björnsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín með fimm mörk hvor. Selfoss sótti stig til Eyja ÍBV og Selfoss gerðu einnig jafntefli, 24-24, í suðurlandsslagnum í Vestmannaeyjum. ÍBV var yfir stærstan hluta seinni hálfleiks og komst til að mynda í 20-16 en þá skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og komust yfir. ÍBV náði þó forystunni á ný en Hulda Dís Þrastardóttir jafnaði metin í 24-24 með lokamarki leiksins, rúmri mínútu fyrir leikslok. Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst hjá Selfossi með átta mörk og Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm. Hjá ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir markahæst með níu mörk og Sunna Jónsdóttir skoraði fimm. Stjarnan vann á Nesinu Loks vann Stjarnan 24-22 sigur gegn Gróttu á útivelli, eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik. Embla Steindórsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sex mörk og þær Tinna Sigurrós Traustadóttir og Anna Lára Davíðsdóttir skoruðu fjögur hvor. Katrín Helga Sigurbergsdóttir var markahæst hjá Gróttu með sex mörk.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita