Finnland tekur á móti Englandi í Þjóðadeilda UEFA í dag en leikurinn fer fram í Helsinki. Englendingar töpuðu gegn Grikkjum á heimavelli á fimmtudag á meðan Finnar biðu lægri hlut gegn írskum lærisveinum Heimis Hallgrímssonar.
Fyrir leik Finna og Englendinga í kvöld hefur húðflúr, sem finnski leikmaðurinn Topi Keskinen er með, vakið töluverða athygli. Keskinen gekk til liðs við Aberdeen í Skotlandi í sumar og hafði þar áður aðeins leikið í heimalandi sínu. Það er því óhætt að segja að hann sé ekki þekktasta nafnið í knattspyrnuheiminum.
Keskinen er mikill áhugamaður um veiðar og þá var Wayne Rooney átrúnaðargoð hans á uppvaxtarárunum. Húðflúrið sameinar þetta tvennt á áhugaverðan hátt.

„Hann var goð fyrir mér. Ég horfði á hápunkta úr öllum leikjum á hans ferli og hann er uppáhalds leikmaður minn í sögunni. Þannig að ég fékk mér húðflúr af honum að viða því mér finnst líka gaman að viða. Þetta eru tveir af mínum uppáhalds hlutum sameinaðir í einu húðflúri,“ sagði Keskinen á blaðamannafundi fyrir leikinn.
Keskinen var í byrjunarliði finnska liðsins gegn Írlandi og mun eflaust koma við sögu í leiknum gegn Englendingum í dag. Leikur Finnlands og Englands verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 15:50.