„Mér finnst þetta bara kjaftæði“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2024 21:41 Orri Óskarsson mundar skotfótinn. Hann skoraði eftir stórkostlegan sprett í upphafi leiks en það dugði því miður ekki í kvöld. vísir/Hulda Margrét „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. „Þetta er ömurlegt. Þetta var enginn 4-2 leikur fannst mér. Mér fannst við sterkari aðilinn á mörgum köflum í fyrri hálfleik og hefðum getað komist í meira en 1-0,“ segir Orri sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir magnaðan sprett. Í seinni hálfleiknum fengu Tyrkir tvær vítaspyrnur, eftir að dómarinn dæmdi hendi eftir skoðun á skjá, en hann fór ekki í skjáinn þegar skot Orra var varið með hendi af varnarmanni á marklínu. „Mér finnst þetta bara kjaftæði. Ég bara fatta þetta ekki. Hvernig getur þetta verið svona, að þeir fá tvö svona auðveld víti en svo getur hann fleygt sér á línunni með hendurnar fyrir boltann en ekkert víti dæmt. Það sýður á mér. Ég bara fatta þetta ekki,“ sagði Orri, enda með ólíkindum að dómarinn skyldi ekki að minnsta kosti skoða atvikið þegar Orri hefði getað fengið víti til að jafna metin í 2-2: „Það er ótrúlegt að nýta sér það ekki þegar þú ert búinn að gera það tvisvar áður. Ég bara skil það ekki. Þetta er auðvitað bara móment sem hefði getað breytt leiknum, hundrað prósent. Fyrir mér var þetta klárlega hendi og ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag.“ Henry Birgir Gunnarsson Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði þó metin í 2-2 fyrir Ísland á 83. mínútu en Tyrkirnir skoruðu tvö mörk í lokin til að vinna sigur: „Kannski vorum við aðeins of mikið að reyna að taka sigurinn, í stað þess að verja það sem við höfðum. Það hefði kannski verið aðeins klókara að vera aðeins passívari og taka fleiri skref aftur á bak,“ segir Orri sem sér þó margt jákvætt eftir leikina við Tyrkland og Wales: „Mér fannst þetta klárlega vel spilaður gluggi. Við spiluðum vel að mörgu leyti í báðum leikjum og það eru margir hlutir að verða betri á hverjum degi. Leikmennirnir finna það og ég held að íslenska þjóðin finni það líka. Ég vona að allir haldi áfram að styðja við bakið á okkur og mér fannst stuðningurinn í þessum landsliðsglugga frábær.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugardalsvelli Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan. 14. október 2024 19:51 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 „Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. 14. október 2024 21:16 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Sjá meira
„Þetta er ömurlegt. Þetta var enginn 4-2 leikur fannst mér. Mér fannst við sterkari aðilinn á mörgum köflum í fyrri hálfleik og hefðum getað komist í meira en 1-0,“ segir Orri sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir magnaðan sprett. Í seinni hálfleiknum fengu Tyrkir tvær vítaspyrnur, eftir að dómarinn dæmdi hendi eftir skoðun á skjá, en hann fór ekki í skjáinn þegar skot Orra var varið með hendi af varnarmanni á marklínu. „Mér finnst þetta bara kjaftæði. Ég bara fatta þetta ekki. Hvernig getur þetta verið svona, að þeir fá tvö svona auðveld víti en svo getur hann fleygt sér á línunni með hendurnar fyrir boltann en ekkert víti dæmt. Það sýður á mér. Ég bara fatta þetta ekki,“ sagði Orri, enda með ólíkindum að dómarinn skyldi ekki að minnsta kosti skoða atvikið þegar Orri hefði getað fengið víti til að jafna metin í 2-2: „Það er ótrúlegt að nýta sér það ekki þegar þú ert búinn að gera það tvisvar áður. Ég bara skil það ekki. Þetta er auðvitað bara móment sem hefði getað breytt leiknum, hundrað prósent. Fyrir mér var þetta klárlega hendi og ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag.“ Henry Birgir Gunnarsson Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði þó metin í 2-2 fyrir Ísland á 83. mínútu en Tyrkirnir skoruðu tvö mörk í lokin til að vinna sigur: „Kannski vorum við aðeins of mikið að reyna að taka sigurinn, í stað þess að verja það sem við höfðum. Það hefði kannski verið aðeins klókara að vera aðeins passívari og taka fleiri skref aftur á bak,“ segir Orri sem sér þó margt jákvætt eftir leikina við Tyrkland og Wales: „Mér fannst þetta klárlega vel spilaður gluggi. Við spiluðum vel að mörgu leyti í báðum leikjum og það eru margir hlutir að verða betri á hverjum degi. Leikmennirnir finna það og ég held að íslenska þjóðin finni það líka. Ég vona að allir haldi áfram að styðja við bakið á okkur og mér fannst stuðningurinn í þessum landsliðsglugga frábær.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugardalsvelli Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan. 14. október 2024 19:51 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 „Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. 14. október 2024 21:16 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47
Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugardalsvelli Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan. 14. október 2024 19:51
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58
„Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00
„Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. 14. október 2024 21:16