Skotar stöðvuðu Ronaldo og Eriksen tryggði Dönum stig Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 20:48 Christian Eriksen skoraði og lagði upp fyrir Danmörku í Sviss í kvöld. Getty/Daniela Porcelli Evrópumeistarar Spánar eru komnir með þriggja stiga forskot á Dani á toppi 4. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir leiki kvöldsins. Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal eru ekki lengur með fullt hús stiga. Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira