„Bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 10:32 Sigmar hefur trú á Viðreisn. Alþingismaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa almennt áhyggjur af stöðu mála og vill ráðherrastól í framtíðinni. Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“ Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“
Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira