Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. október 2024 09:59 Aðdáendur eru harmi slegnir eftir andlát söngvarans. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. Daily Mail greinir frá en líkt og fram hefur komið lést Payne í fyrradag eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Án umboðs og án útgáfu Söngvarinn skrifaði undir samning við Capital Records í eigu Universal árið 2016, þá einungis 22 ára gamall. Payne gaf út eina plötu undir eigin nafni plötuna LP1 árið 2019. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að forsvarsmenn Universal hafi ákveðið að fresta útgáfu seinni plötu hans áður en ákveðið var að slíta samningi hans. Payne gaf fyrr á árinu út lagið Teardrops. Þá segir einnig í umfjöllun miðilsins að umboðsmaður hans hafi sagt upp fyrr í mánuðinum. Ástæðan eru málaferli fyrrverandi eiginkonu hans Maya Henry á hendur honum vegna áreitis en hún sagði hann stöðugt vera að reyna að ná sambandi við sig í hennar óþökk. Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sem sagðir eru nánir söngvaranum að hann hafi verið á slæmum stað. Eins og fram hefur komið var Payne sagður hafa látið öllum illum látum á hótelherberginu og verið undir miklum áhrifum vímuefna og áfengis áður en hann lést. Bæði útgáfufyrirtækin Universal og Capital Records hafa minnst söngvarans á samfélagsmiðlum. Andlát Liam Payne Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. 17. október 2024 12:53 One Direction sendir frá sér yfirlýsingu: „Við erum algjörlega miður okkar“ Fyrrverandi meðlimir strákasveitarinnar One Direction hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls eins þeirra, Liams Payne, sem féll af svölum hótels í Buenos Aires í Argentínu. 17. október 2024 20:47 Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Daily Mail greinir frá en líkt og fram hefur komið lést Payne í fyrradag eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Án umboðs og án útgáfu Söngvarinn skrifaði undir samning við Capital Records í eigu Universal árið 2016, þá einungis 22 ára gamall. Payne gaf út eina plötu undir eigin nafni plötuna LP1 árið 2019. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að forsvarsmenn Universal hafi ákveðið að fresta útgáfu seinni plötu hans áður en ákveðið var að slíta samningi hans. Payne gaf fyrr á árinu út lagið Teardrops. Þá segir einnig í umfjöllun miðilsins að umboðsmaður hans hafi sagt upp fyrr í mánuðinum. Ástæðan eru málaferli fyrrverandi eiginkonu hans Maya Henry á hendur honum vegna áreitis en hún sagði hann stöðugt vera að reyna að ná sambandi við sig í hennar óþökk. Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sem sagðir eru nánir söngvaranum að hann hafi verið á slæmum stað. Eins og fram hefur komið var Payne sagður hafa látið öllum illum látum á hótelherberginu og verið undir miklum áhrifum vímuefna og áfengis áður en hann lést. Bæði útgáfufyrirtækin Universal og Capital Records hafa minnst söngvarans á samfélagsmiðlum.
Andlát Liam Payne Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. 17. október 2024 12:53 One Direction sendir frá sér yfirlýsingu: „Við erum algjörlega miður okkar“ Fyrrverandi meðlimir strákasveitarinnar One Direction hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls eins þeirra, Liams Payne, sem féll af svölum hótels í Buenos Aires í Argentínu. 17. október 2024 20:47 Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. 17. október 2024 12:53
One Direction sendir frá sér yfirlýsingu: „Við erum algjörlega miður okkar“ Fyrrverandi meðlimir strákasveitarinnar One Direction hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls eins þeirra, Liams Payne, sem féll af svölum hótels í Buenos Aires í Argentínu. 17. október 2024 20:47
Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein