„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2024 18:05 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var kampakátur með sigurinn. Vísir/Pawel Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. „Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
„Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira