Mourinho vonast eftir bónus og medalíu fyrir að „vinna“ deildina með United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2024 22:31 Jose Mourinho stýrir nú liði Fenerbahce en mætir sínum gömlu félögum á morgun. Getty/Joris Verwijst Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, mætir sínu gamla félagi í Evrópudeildinni á morgun þegar Manchester United spilar við tyrkneska liðið. Mourinho var að sjálfsögðu spurður út í sitt gamla félag á blaðamannafundi fyrir leikinn. Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn