Mourinho vonast eftir bónus og medalíu fyrir að „vinna“ deildina með United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2024 22:31 Jose Mourinho stýrir nú liði Fenerbahce en mætir sínum gömlu félögum á morgun. Getty/Joris Verwijst Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, mætir sínu gamla félagi í Evrópudeildinni á morgun þegar Manchester United spilar við tyrkneska liðið. Mourinho var að sjálfsögðu spurður út í sitt gamla félag á blaðamannafundi fyrir leikinn. Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira