Víkingurinn Bergdís Sveinsdóttir kom Íslendingum á bragðið þegar hún skoraði á markamínútunni frægu, þeirri fertugustuogþriðju. Finnar urðu fyrir áfalli á 26. mínútu þegar Kerttu Karresmaa, markvörður Finnlands, fékk að líta rauða spjaldið. Finnska liðið var því manni færri síðustu 64 mínútur leiksins.
Ísabella Sara Tryggvadóttir, átján ára leikmaður Vals, kom íslenska liðinu í 0-2 átta mínútum fyrir leikslok og útlitið orðið gott. Oona Jaaskelainen minnkaði muninn þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en nær komust heimakonur ekki.
Finnar unnu fyrri leik liðanna á fimmtudaginn með þremur mörkum gegn engu en Íslendingar svöruðu vel fyrir sig í dag.
Margrét Magnúsdóttir er þjálfari íslenska U-23 ára liðsins sem hefur spilað stopult síðustu ár.