Syrgja 25 ára gamlan markvörð sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 08:20 Holden Trent var valinn í nýliðavalinu í fyrra en hafði ekki enn fengið að spila með aðalliði félagsins. @MLSPA Bandaríska fótboltafélagið Philadelphia Union sagði frá andláti ungs markvarðar félagsins um helgina en gaf þó ekkert meira upp um hvað gerðist. Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira